Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. nóvember 2016 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að það sé ekki hægt að taka stjóra Gylfa alvarlega
Bob Bradley er fyrsti bandaríski stjórinn í ensku úrvalsdeildinni
Bob Bradley er fyrsti bandaríski stjórinn í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Dean Saunders, fyrrum landsliðsframherji Wales, var gestur í þættinum Final Score hjá breska ríkisútvarpinu í dag, en þar lét hann ansi athyglisverð ummæli falla um Bob Bradley, stjóra Gylfa Þórs Sigurssonar og félaga hans í Swansea.

Bob Bradley varð fyrsti bandaríski stjórinn í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tók við Swansea í síðasta mánuði, en Saunders segir það erfitt að taka hann alvarlega vegna hreimsins sem hann hefur.

„Hreimurinn hjá Bob Bradley, stjóra Swansea, er ekki að hjálpa honum. Það hljómar bara ekki rétt þegar hann er að tala og ég held að fólk taki hann ekki mjög alvarlega," sagði Saunders, sem lék á árum áður með Swansea, Liverpool og Aston Villa.

„Einnig fyrir hans hönd, þá þurfa þeir að fara að vinna leiki," sagði Saunders ennfremur.

Swansea leikur nú gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeldinni, en það er leikur sem þeir verða nauðsynlega að vinna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner