Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. mars 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Clement: Það á að ræða um Gylfa sem leikmann tímabilsins
Magnaður á tímabilinu.
Magnaður á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Paul Clement, stjóri Swansea, segir að ekki megi gleyma Gylfa Þór Sigurðssyni þegar rætt er um leikmann tímabilsins á Englandi.

Gylfi er stoðsendingahæstur í ensku úrvalsdeildinni í vetur en hann hefur að auki skorað níu mörk fyrir Swansea.

„Ég held að hann sé meira en nógu góður til að vera með í þeirri umræðu. Það er hins vegar kannski litið framhjá honum út af stöðu liðsins," sagði Clement.

„Þegar lið eru neðar í deildinni þá fá einstaklingar ekki alltaf það hrós sem þeir eiga skilið. Hann er leikmaður sem hefur staðið sig virkilega vel."

„Það kemur ekki á óvart. Hann hefur hæfileikana og það sem hann leggur á sig líka. Á hverjum degi er hann á fullu á æfingum, hann æfir tækni, færanýtingu og föst leikatriði aukalega."

„Hann fylgist gífurlega vel með á mydbandsfunum, passar vel upp á líkamann og hann er mjög góður atvinnumaður."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner