Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. apríl 2017 08:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 9. sæti
Sindra er spáð 9. sæti.
Sindra er spáð 9. sæti.
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Samir Mesetovic er þjálfari Sindra.
Samir Mesetovic er þjálfari Sindra.
Mynd: Stál-úlfur
Sindravellir, heimavöllur Sindra á Höfn í Hornafirði.
Sindravellir, heimavöllur Sindra á Höfn í Hornafirði.
Mynd: Þorsteinn Jóhannsson
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9. Sindri 79
10. Höttur 76
11. KV 72
12. Tindastóll 58

9. Sindri
Lokastaða í fyrra: 4. sæti í 2. deild
Sindri endaði í 4. sæti í 2. deildinni í fyrra og rifu sig upp eftir fallbaráttu árið áður. Þjálfaraskipti urðu í vetur og miklar breytingar eru á hópnum síðan í fyrra.

Þjálfarinn: Auðun Helgason var spilandi þjálfari hjá Sindra í fyrra líkt og árið 2015 en hann hætti síðastliðið haust. Samir Mesetovic tók við starfinu af honum. Samir kom til Sindra frá Bosníu Hersegóvínu árið 2002 og spilaði með liðinu í 1. deildinni. Síðan þá hefur Samir leikið með Leikni F., Njarðvík, Augnabliki, Afríku og Hvíta Riddaranum auk þess sem hann spilaði með og þjálfaði Stál-úlf. Undanfarin ár hefur Samir einnig komið að dómgæslu.

Styrkleikar: Sindri endaði í 4. sæti í fyrra sem er besti árangur liðsins síðan árið 2002. Auðun bjó til góðan grunn og skipulag sem liðið býr ennþá að. Ungir og efnilegir leikmenn hafa fengið mikla reynslu undanfarin ár og þeir ættu að verða ennþá öflugri með Hornfirðingum í 2. deildinni í sumar. Þrír króatískir leikmenn komu til Sindra í mars en þeir styrkja hrygginn í liðinu og verða í lykilhlutverkum í sumar ásamt Akil De Freitas sem kom til liðsins í síðustu viku.

Veikleikar: Margir öflugir leikmenn eru horfnir á braut frá því í fyrra og munar þar mest um framherjann Kristinn Justiniano Snjólfsson. Hann var í liði ársins 2. deildinni í fyrra. Mikill missir er einnig í Auðuni innan sem utan vallar en hann náði að gera mjög góða hluti með Sindra. Breiddin er lítil í hópnum og til marks um það var hinn 48 ára gamli Gunnar Ingi Valgeirsson fastamaður í byrjunarliðinu í Lengjubikarnum. Gunnar er leikjahæsti leikmaður í sögu deildarkeppni á Íslandi en hins vegar eru 11 ár síðan hann spilaði eitthvað að ráði í 2. deildinni. Síðan þá hefur hann leikið í þriðju og fjórðu deild.

Lykilmenn: Nedo Eres, Mate Paponja og Mirza Hasecic.

Samir Mesetovic, þjálfari Sindra:
„Ég er ekki alveg sammála þessari spá. Ég veit að við vorum ekki að spila vel í vetur en liðið okkar er í uppbyggingu. Við misstum marga leikmenn eftir síðasta sumar og skiptum út öllum útlendingum í liðinu. Það er komið nýtt blóð í okkar lið, ungir leikmenn og góðir útlendingar. Stefna okkar er að hafa ungt lið með góðum útlendingum og heimaleikmönum. Fyrsta markmið er að halda okkur í deildinni en það er alltaf stefnan að reyna að komast upp. Við getum alveg komið á óvart. Ég telur að liðin séu jöfn í þessari deild og það verður mikil spenna til loka tímabils."

Komnir:
Akil De Freitas frá Finnlandi
Árni Rúnar Örvarsson frá Noregi
Darko Franic frá Króatíu
Eiríkur Snær Jóhannesson frá Mána
Gunnar Ingi Valgeirsson frá GG
Jón Þór Stefánsson frá Erninum
Mate Paponja frá Króatíu
Nedo Eres frá Króatíu
Samir Mesetovic frá Stál-úlfi
Seval Zahirovic frá Mána
Steindór Sigurjónsson frá Snæfelli
Þorgeir Örn Tryggvason frá Skallagrími

Farnir:
Auðun Helgason
Benjamin Dizdaric til Bosníu-Hersegóvínu
Duje Klaric til Króatíu
Jack Norton til Englands
Jóhann Bergur Kiesel í Létti
Kristinn Justiniano Snjólfsson í Leikni F.
Kristinn Magnús Pétursson í Víking Ó. (Var á láni)

Fyrstu leikir Sindra:
6. maí Sindri - Tindastóll
13. maí Njarðvík - Sindri
20. maí Sindri - Afturelding
Athugasemdir
banner
banner