Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 27. júlí 2015 18:39
Elvar Geir Magnússon
Drogba til Montreal Impact (Staðfest)
Sóknarmaðurinn Didier Drogba.
Sóknarmaðurinn Didier Drogba.
Mynd: Getty Images
Didier Drogba, fyrrum sóknarmaður Chelsea, hefur samið við Montreal Impact í bandarísku MLS-deildinni.

Drogba er 37 ára en hann yfirgaf Chelsea í sumar eftir að hafa leikið 381 leik fyrir félagið og unnið fjóra úrvalsdeildartitla á þeim tveimur köflum sem hann var með Lundúnafélaginu.

Drogba er markahæsti leikmaður Fílabeinsstrandarinnar með 65 mörk í 105 landsleikjum.

Joey Saputo, forseti Montreal, segir að kaupin á Drogba geri það að verkum að í dag sé einn stærsti dagur í sögu félagsins.

Montreal Impact hefur verið í MLS-deildinni síðan 2012 en hafnaði í neðsta sæti síðasta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner