Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. ágúst 2016 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Kane: Væri til í að vera hjá Tottenham út ferilinn
Kane er virkilega ánægður hjá Tottenham
Kane er virkilega ánægður hjá Tottenham
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Harry Kane er gríðarlega ánægður í herbúðum Tottenham og í ítarlegu viðtali við Sky Sports segir hann frá því að hann sé tilbúinn að spila allan sinn feril hjá Lundúnarfélaginu.

Kane var markahæstur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð með 25 mörk og Tottenham var lengi í baráttunni um titilinn. Að lokum fór svo að Leicester City varð Englandsmeistari og Tottenham endaði í 3. sæti.

Hinn 23 ára gamli Kane hefur verið orðaður við stærstu félög Bretlandseyja, en hann hefur þó það ekki í hyggju að spila á öðrum stað en hjá Tottenham.

„Það yrði frábært að vera hér áfram. Félagið er á frábærum stað og við erum að færa okkur fram á við sem félag og það er mikilvægt," sagði Kane í viðtali við Jamie Redknapp hjá Sky Sports.

„Svo lengi sem félagið á sér framtíðarsýn og við stöðnum ekki, þá förum við áfram sem félag. Á þessari stundu þá erum við með ungan og flottan leikmannahóp með
frábæran stjóra, flott æfingasvæði og nýjan völl á leiðinni líka."

„Ég væri meira en til í það að vera hérna restina af ferlinum. Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist."


Viðtalið má nálgast í heild sinni með því að smella hér
en þar ræðir Kane meðal annars um vonbrigðin á Evrópumótinu í Frakklandi
.
Athugasemdir
banner