Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. janúar 2015 18:49
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Sheffield og Spurs: Kane er fremstur
Mynd: Getty Images
Sheffield United tekur á móti Tottenham Hotspur í undanúrslitum enska deildabikarsins.

Tottenham vann fyrri viðureign liðanna með einu marki gegn engu á White Hart Lane en liðið sem vinnur leikina tvo samanlagt keppir til úrslita gegn Chelsea á Wembley leikvanginum sögufræga.

Ef Sheffield Utd, sem er í ensku C-deildinni, kemst í úrslit þá er það sannkallaður bikardraumur fyrir félagið sem er heilum tveimur deildum neðar heldur en Spurs.

Byrjunarlið kvöldsins má sjá hér fyrir neðan og er Harry Kane fremstur hjá gestunum og heldur hann bæði Emmanuel Adebayor og Roberto Soldado á bekknum.

Sheffield United: Howard, Harris, Basham, Flynn, Doyle, Murphy, Scougall, Baxter, McNulty, McEveley, Campbell-Ryce
Varamenn: Alcock, Higdon, Reed, Turner, Kennedy, Adams, Wallace

Tottenham Hotspur: Vorm - Walker, Dier, Vertonghen, Davies - Mason, Stambouli - Lamela, Dembele, Eriksen - Kane
Varamenn: Friedel, Fazio, Rose, Paulinho, Townsend, Adebayor, Soldado
Athugasemdir
banner
banner
banner