Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 28. maí 2017 14:00
Kristófer Kristjánsson
Costa: Ég myndi bara fara til Atletico Madrid
Diego Costa
Diego Costa
Mynd: Getty Images
Diego Costa, framherji Chelsea, hefur mikið verið í slúðurdálkunum undanfarna mánuði en hann hefur meðal annars verið orðaður við félagsskipti til Kína.

Nú hefur þessi Spánverji hinsvegar sagt að hann myndi aðeins yfirgefa Chelsea fyrir sitt gamla félag Atletico Madrid.

„Ég myndi bara yfirgefa Chelsea fyrir Atletico," sagði Costa. „Ef það gerist ekki, þá verð ég áfram hér. Ég hef ekki áhuga á öðrum félögum."

„Ég er samningsbundinn og hef engan áhuga á að fara. Ef það myndi breytast, ef spilatími minn minnkar eða þjálfarinn vill ekki nota mig áfram þá myndi ég auðvitað þurfa að fara."

„Allir vita hvaða klúbb ég kýs fram yfir aðra, það er ekkert að fela."
Athugasemdir
banner
banner