Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. júní 2016 14:44
Þorsteinn Haukur Harðarson
Harry Redknapp með áhugaverða tillögu um hver á að taka við af Hodgson
Mynd: Getty Images
Enski Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp reiknar ekki með því að honum verðið boðið að taka við enska landsliðinu í knattspyrnu. Hann segir jafnframt að hann hafi sóst eftir því áður að taka við en ekki fengið starfið. Hann er hinsvegar með sínar hugmyndir um hver yrði rétti maðurinn í starfið.

Flestir telja að Gareth Southgate sé líklegastur til að taka við liðinu en Redknapp gamli vill að Tim Sherwood fái starfið.

Þetta kemur nokkuð á óvart þar sem þjálfaraferill Sherwood er ekkert sérstaklega vel heppnaður. Hann hefur þjálfað Tottenham og Aston Villa en verið látinn fara frá báðum félögum.

Redknapp hefur engar áhyggjur af því.

„Hann er ungur, áhugasamur og þekkir leikinn. Hann hefur mikla ástríðu fyrir fótbolta," sagði Redknapp um Sherwood.
Athugasemdir
banner
banner
banner