Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. júní 2016 08:00
Arnar Geir Halldórsson
Iniesta: Nálguðumst leikinn á rangan hátt
Úr leik
Úr leik
Mynd: Getty Images
Andres Iniesta, landsliðsfyrirliði Spánar, segir Spánverja geta sjálfum sér um kennt eftir að hafa tapað fyrir Ítölum í 16-liða úrslitum EM í gærkvöldi.

Iniesta vill meina að léleg frammistaða í fyrri hálfleik hafi gert út um vonir Spánverja.

„Við vorum of uppteknir af því hvað þeir voru að gera og það kom í bakið á okkur. Í seinni hálfleiknum náðum við aðeins að setja á þá og sýndum okkar styrk. Við vorum ekki að gera rétta hluti í fyrri hálfleiknum."

„Þetta er mjög svekkjandi en við verðum að taka þessu. Þeir voru einfaldlega betri en við á mikilvægustu augnablikunum og það skilaði þeim sigri,"
segir Iniesta.

Ítalir munu mæta heimsmeisturum Þýskalands í 8-liða úrslitum en sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir svo Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitum.



Athugasemdir
banner
banner