Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 28. júlí 2013 18:48
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Blikar vinna og Stjarnan hikar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum var að ljúka í Pepsi-deild karla þar sem Ólafsvíkingar stöðvuðu þriggja leikja sigurgöngu Stjörnunnar á meðan Breiðablik er komið á góðan stað í toppbaráttunni eftir sigur á ÍBV.

Alfreð Már Hjaltalín kom Víkingi yfir eftir sautján mínútur gegn Stjörnunni en Garðar Jóhannsson jafnaði í síðari hálfleik. Hörður Árnason, varnarmaður Stjörnunnar, fékk þá rautt spjald undir lok leiksins fyrir tveggja fóta tæklingu.

Eftir leikinn er Stjarnan tveimur stigum frá toppliði FH og tveimur stigum yfir KR. KR á leik til góða á Stjörnuna og Stjarnan á leik til góða á FH. Ólafsvíkingar eru nú þremur stigum frá fallsæti.

Breiðablik er komið tímabundið í þriðja sæti deildarinnar eftir sigur á Eyjamönnum og er aðeins eitt stig í Stjörnuna og þrjú stig í topplið FH.

Eiður Aron Sigurbjörnsson kom gestunum frá Eyjum yfir snemma í fyrri hálfleik en Árni Vilhjálmsson, sem hefur verið iðinn við maraskorun í sumar, jafnaði skömmu síðar.

Ellert Hreinsson og Nichlas Rohde bættu mörkum við og innsigluðu dýrmætan sigur. ÍBV er nú í fimmta sæti deildarinnar, sjö stigum fyrir aftan þau fjögur lið sem eftir eru í toppbaráttunni.

Frekar umfjallanir og viðtöl birtast innan skamms.

Víkinur Ólafsvík 1 - 1 Stjarnan
1-0 Alfreð Már Hjaltalín ('17)
1-1 Garðar Jóhannsson ('73)
Rautt spjald: Hörður Árnason, Stjarnan ('85)

Breiðablik 3 - 1 ÍBV
0-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson ('5)
1-1 Árni Vilhjálmsson ('9)
2-1 Ellert Hreinsson ('19)
3-1 Nichlas Rohde ('70)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner