Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. september 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Atletico fær Bayern í heimsókn
Birkir Bjarna heimsækir Arsenal á Emirates
Atletico Madrid fær gríðarlega sterkt lið Bayern í heimsókn í kvöld.
Atletico Madrid fær gríðarlega sterkt lið Bayern í heimsókn í kvöld.
Mynd: Getty Images
Í kvöld er Meistaradeildarkvöld og fáum við að sjá Birki Bjarnason og félaga í Basel spreyta sig á Emirates leikvanginum, heimavelli Arsenal. Paris Saint-Germain heimsækir Ludogorets, en liðin í riðlinum eru með eitt stig hvert.

Stórleikur kvöldsins er á Spáni, þar sem Atletico Madrid tekur á móti Bayern München. Carlo Ancelotti hefur mikla reynslu af því að spila við Atletico frá tíma sínum hjá Real Madrid.

Bayern slátraði FK Rostov í fyrstu umferð á meðan Atletico rétt marði PSV Eindhoven á útivelli. Rostov fær PSV í heimsókn í kvöld.

Brendan Rodgers og lærisveinar hans í Celtic, sem töpuðu 7-0 gegn Barcelona í fyrstu umferð, fá Pep Guardiola og lærisveina hans í Manchester City í heimsókn. Man City vann Borussia Mönchengladbach í fyrstu umferð, en Barcelona heimsækir þá til Þýskalands.

Napoli tekur svo á móti Benfica í B-riðli og Besiktas mætir Dynamo Kiev. Þar er Napoli á toppnum eftir sigur gegn Kiev en Benfica og Besiktas skildu jöfn.

A-riðill:
18:45 Arsenal - Basel (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Ludogorets - PSG

B-riðill:
18:45 Napoli - Benfica
18:45 Besiktas - Dynamo Kiev

C-riðill:
18:45 Celtic - Man City (Stöð 2 Sport 3)
18:45 B. M'Gladbach - Barcelona (Stöð 2 Sport 5)

D-riðill:
18:45 Atletico Madrid - Bayern München (Stöð 2 Sport 4)
18:45 FK Rostov - PSV Eindhoven
Athugasemdir
banner
banner
banner