Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. nóvember 2014 05:55
Daníel Freyr Jónsson
England um helgina - Man City fer á Leikvang Ljóssins
Chelsea mætir Southampton.
Chelsea mætir Southampton.
Mynd: Getty Images
Angel Di Maria og félagar í Man Utd taka á móti Hull.
Angel Di Maria og félagar í Man Utd taka á móti Hull.
Mynd: Getty Images
Um helgina fer fram 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar og er nóg af áhugaverðum leikjum sem vert er að fylgjast með.

Hádegisleikurinn á laugardag er viðureign WBA og Arsenal, þar sem gestirnir koma inn í leikinn með tvö töp í röð á bakinu.

Sex leikir hefjast svo samtímis klukkan 15:00 á morgun. Manchester United mætir þar Hull, á meðan Liverpool tekur á móti Stoke. Topplið Chelsea heimsækir síðan Sunderland í lokaleik dagsins.

Á sunnudag fara svo fram tveir hörkuleikir. Fyrst tekur Southampton á móti Englandsmeisturum Manchester City, áður en Everton sækir Tottenham heim á White Hart Lane.

Laugardagur:
12:45 WBA - Arsenal
15:00 QPR - Leicester
15:00 West Ham - Leicester
15:00 Burnley - Aston Villa
15:00 Manchester United - Hull
15:00 Swansea - Crystal Palace
15:00 Liverpool - Stoke
17:30 Sunderland - Chelsea

Sunnudagur:
13:30 Southampton - Manchester City
16:00 Tottenham Everton
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner