Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 28. desember 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Fellaini ósáttur: Þeir hafa teiknað mig sem morðingja
Fellaini faðmar Mourinho.
Fellaini faðmar Mourinho.
Mynd: Getty Images
„Þeir hafa teiknað mig sem grófan leikmann, morðingja," sagði Marouane Fellaini, miðjumaður Manchester United, í áhugaverðu viðtali í Belgíu í vikunni.

Þar er Fellaini að tala um orðspor sitt í enska fótboltanum. Fellaini hefur þrisvar fengið rauða spjaldið á ferli sínum á Englandi en í fyrra var hann dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að gefa Robert Huth olnbogaskot eftir að varnarmaðurinn togaði í hár hans.

„Ég er mjög ákveðinn. Liðið sem vill þetta mest vinnur og það hafa komi tímar þar sem ég hef litið út eins og illmenni."

„Hvað á ég að gera þegar er togað í hárið á mér? Þetta hljómar eins og grín en þetta er mjög sárt."

„Á síðasta tímabili var ég dæmdur í bann fyrir að skalla Aguero í grannaslagnum gegn City. Hann kom nálægt mér og lét sig siðan detta. En nei, ég fékk rauða spjaldið."

„Leikmenn reyna oft að ögra mér en vita þeir hvað ég fékk mörg gul spjöld á síðasta tímabili? Fjögur í 45 leikjum. Ég hef aldrei eyðilagt ferilinn hjá neinum."


Fellaini er ennþá brjálaður yfir tæklingu frá Shane Long, framherja Southampton, í leik liðanna í septeber.

„Vitið þið hversu ótrúlega heppinn ég var? Hann hefði getað fótbrotið mig. Ef ég hefði ekki verið með teip á ökklanum þá hefði ég pottþétt brotnað og verið frá í sex mánuði."

„Ef ég hefði gert þetta þá hefði ég verið dæmdur í þriggja leikja bann og kannski fimm leikja. Ég sver. Hann fékk gult spjald, baðst afsökunar, og þá var því máli lokið."

Athugasemdir
banner