Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 29. apríl 2017 08:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 7. sæti
Stefán Þór Eysteinsson.
Stefán Þór Eysteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Loic Ondo.
Loic Ondo.
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Dragan Stojanovic.
Dragan Stojanovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7. Fjarðabyggð 126
8. Víðir 90
9. Sindri 79
10. Höttur 76
11. KV 72
12. Tindastóll 58

7. Fjarðabyggð
Lokastaða í fyrra: 12. sæti í Inkasso-deildinni
Fjarðabyggð endaði í neðsta sæti í Inkasso-deildinni í fyrra. Liðið leikur því í 2. deildinni á ný í ár eftir tvö ár í næstefstu deild.

Þjálfarinn: Dragan Stojanovic er mættur aftur en hann tók við Fjarðabyggð af Víglundi Páli Einarssyni síðastliðið haust. Hann er fyrrum leikmaður og þjálfari liðsins. Dragan er reyndur þjálfari en hefur áður þjálfað Völsung, KF, Þór og Þór/KA.

Styrkleikar: Loic Ondo var öflugur í hjarta varnarinnar í fyrra og það var sterkt hjá Fjarðabyggð að halda honum eftir síðasta tímabil. Þrír leikmenn frá Serbíu hafa bæst við hópinn í vor og Fjarðabyggð reiknar með miklu af þeim. Um er að ræða markvörð, varnarmann og framherja og þeir styrkja hrygginn á liðinu vel. Dragan hefur góða reynslu af 2. deildinni sem þjálfari en hann stýrði Völsungi til sigurs þar árið 2012.

Veikleikar: Fimmtán leikmenn sem komu við sögu í fyrra eru horfnir á braut og það munar heldur betur um minna. Eftir öflug tímabil 2014 og 2015 þá dalaði gengi Fjarðabyggðar mikið í fyrra og stemningin í kringum liðið var ekki mikil. Liðið þarf nú að spyrna við fótum á nýjan leik. Búast má við að Fjarðabyggð verði með þétt lið til baka en sóknarleikurinn er hins vegar meira spurningamerki fyrir sumarið.

Lykilmenn: Loic Ondo, Stefán Þór Eysteinsson og Zoran Vujovic.

Dragan Stojanovic, þjálfari Fjarðabyggðar:
„Spáin kemur í raun og veru ekki á óvart á miðað við gengi vetursins og hversu marga leikmenn liðið hefur misst. Liðið hefur gengið í gegnum miklar breytingar frá fyrri árum og höfum við mikið verið að spila á ungum strákum. Tímabilið leggst í raun mjög vel í okkur. Við áttum okkur á því að þetta verður erfitt sumar en reiknum með að það verði mjög skemmtilegt. Helsta markmiðið er að halda áfram að gefa ungum heimamönnum séns í sumar og halda áfram að byggja á þeim heimamönnum sem fyrir eru ásamt því að spila góðan og skemmtilegan fótbolta."

Komnir
Jóhann Ragnar Benediktsson tekur skóna af hillunni
Milos Peric frá Serbíu
Milos Vasiljevic frá Serbíu
Pétur Aron Atlason
Zoran Vujovic frá Serbíu

Farnir
Andri Þór Magnússon í Gróttu
Aron Gauti Magnússon í Val
Ásgeir Þór Magnússon í Val
Brynjar Már Björnsson í Stjörnuna
Cristian Puscas til Rúmeníu
Dimitrov Zelkjo til Serbíu
Elvar Þór Ægisson Hættur
Emil Stefánsson í FH
Hákon Þór Sófusson í HK
Ingiberg Ólafur Jónsson í HK
Jose Alberto Djalo Embalo til Kýpur
Jón Arnar Barðdal í Stjörnuna
Sverrir Mar Smárason í Kára
Sveinn Sigurður Jóhansson í Stjörnuna
Uros Poljanec til Svíþjóðar

Fyrstu leikir Fjarðabyggðar
6. maí Vestri - Fjarðabyggð
13. maí Fjarðabyggð - Tindastóll
20. maí Víðir – Fjarðabyggð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner