Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. apríl 2017 06:00
Elvar Geir Magnússon
Þóroddur Hjaltalín dæmir leik ÍA og FH
Atli Viðar Björnsson og Þóroddur Hjaltalín.
Atli Viðar Björnsson og Þóroddur Hjaltalín.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Pepsi-deild karla hefst á morgun sunnudag með þremur leikjum en KSÍ hefur opinberað hvaða dómarar verða þar að störfum.

Kalla má leik ÍA og Íslandsmeistara FH opnunarleik mótsins en Akureyringurinn Þóroddur Hjaltalín mun dæma þann leik.

Sjá einnig:
Líkleg byrjunarlið ÍA og FH

Á sama tíma munu ÍBV og Fjölnir eigast við í Vestmannaeyjum en yngsti dómari Pepsi-deildarinnar, Helgi Mikael Jónasson, er aðaldómari þar.

Þá leika Valur og Víkingur Ólafsvík klukkan 19:15 um kvöldið en þar heldur lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson um flautuna.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner