Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. ágúst 2015 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: West Ham 
Maiga farinn frá West Ham til Sádi-Arabíu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Malímaðurinn Modibo Maiga hefur yfirgefið West Ham fyrir Al Nassr í Sádi-Arabíu.

Maiga kom til West Ham frá franska liðinu Sochaux árið 2012 en náði aldrei að festa sig í sessi á Boleyn Ground. Hann hefur þó komið við sögu í öllum leikjum liðsins á þessu tímabili.

Hann skoraði sjö mörk í 45 leikjum fyrir West Ham en var um tíma á láni hjá QPR og Metz.

Maiga hefur skorað tíu mörk í 46 landsleikjum fyrir Malí.

Kaupverðið er óuppgefið en Maiga er annar leikmaðurinn á stuttum tíma til að yfirgefa Lundúnarliðið þar sem samningi Kevin Nolan var rift á dögunum.

Þessar fréttir ættu að renna stoðum undir þær sögusagnir að Slaven Bilic sé í leit að nýjum sóknarmanni, sérstaklega í ljósi þess að Enner Valencia og Andy Carroll eru meiddir.

Athugasemdir
banner
banner