Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. ágúst 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Miðasala á Ísland-Finnland hefst á miðvikudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á miðvikudaginn, klukkan 12:00, hefst miðasala á fyrsta heimaleik Íslands í undankeppni HM sem er gegn Finnlandi.

Leikurinn fer fram þann 6. október á Laugardalsvelli.

Miðaverð er á bilinu 7000 til 3000 krónur.

Eins og undanfarin ár verður boðið upp á barnaverð fyrir 16 ára og yngri sem er 50% af fullu miðaverði. Hægt er að velja barnaverð í kaupferlinu.

Gera má ráð fyrir miklum áhuga vegna leikjanna og hvetjum við alla að vera tilbúna á miðvikudaginn þegar miðasalan opnar á miði.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner