Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 30. júní 2016 22:37
Valur Páll Eiríksson
Willum: Ofsalega góð tilfinning að koma aftur á KR-völlinn
Willum Þór Þórsson skilaði sigri í sínum fyrsta leik með KR.
Willum Þór Þórsson skilaði sigri í sínum fyrsta leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Þórsson, nýr þjálfari KR, var að vonum sáttur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Glenavon í kvöld. Hann bjóst við erfiðum leik fyrirfram.

„Við vissum það, þeir eru heldur klókir í þessum háloftaleik sínum og líkamlega leik og við vissum að þeir kæmu mjög sterkt á okkur og myndu reyna að vinna sér aukaspyrnur og hornspyrnur og innköst og troða öllu inn á teig og þeir eru góðir í því. sagði Willum.

„Við lögðum áherslu á að reyna að ná boltanum niður á jörðina og spila hratt. Þegar það tókst þá náðu þeir ekki saman endum og við sköpuðum fín færi."

„Þetta mark sem þeir skora slær okkur útaf laginu en á móti vil ég hrósa liðinu eftir svona langa taphrinu að þá er erfitt að rífa sig upp úr því en það gerðum við svo sannarlega."

„Ég met það sem svo að við unnum það vel á æfingunum fyrir leikinn hvað við vildum gera og ætluðum að gera og það kom hægt og bítandi. Ég sá það eftir jöfnunarmarkið að þá áttuðu menn sig bara á því að við vorum með miklu betra lið."
sagði Willum enn fremur

Svo var Willum spurður um hvernig það væri að koma aftur í Vesturbæinn en hann er mikill KR-ingur og stýrði liðinu frá 2002-2004.

„Þetta er bara dásamlegt, ofsalega góð tilfinning að koma hér KR-völlinn, taka sigur og finna stuðinginn því ber að þakka, fólkið gaf liðinu orku og allir voru sáttir við að sigra."

Þá var hann spurður um kröfurnar sem gerðar væru til hans í þjálfarastarfi KR eftir slæma byrjun tímabilsins undir stjórn Bjarna Guðjónssonar.

Alveg örugglega að sigra næsta leik, þannig hefur það alltaf verið hér í Vesturbænum og ég kann ágætlega við það, kröfurnar eru miklar og á þessu afreksstigi fótboltans er krafan alltaf sú sama. Öll vinna og umgjörð snýr að því sama: Það er ekkert gaman að þessu nema þú sigrir!
Athugasemdir
banner
banner
banner