Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. júlí 2016 21:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: ESPN 
Sá sem skrifar um Southampton hjá ESPN vill fá Gylfa
Hvað gerist hjá Gylfa Þór Sigurðssyni?
Hvað gerist hjá Gylfa Þór Sigurðssyni?
Mynd: Getty Images
ESPN, einn vinsælasti íþróttafjölmiðill heims, birti í morgun ansi skemmtilega úttekt þar sem fréttaritarara liðannna 20 í ensku úrvalsdeildinni velja þann leikmann sem þeir vilja helst að sitt lið kaupi fyrir komandi tímabil.

Það er margt sem vekur athygli, en það sem vekur hvað mesta athygli er að Alex Crook, sem skrifar um Southampton vill að sitt lið kaupi landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea.

„Southampton þarf nauðsynlega að fleiri mörk frá miðjunni, sérstaklega þar sem Sadio Mane er farinn. Southampton hefur misst sína tvo markahæstu menn í þeim Graziano Pelle og Sadio Mane, en það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Claude Puel. Gylfi Þór hefur sannað sig í úrvalsdeildinni og þyrfti því engan tíma til að aðlagast hjá Southampton," segir Crook í umfjöllun sinni.

Gylfi hefur verið orðaður við ensku meistaranna í Leicester og þá var talað um það í síðustu viku að Everton myndi leggja fram 25 milljón punda tilboð í íslenska landsliðsmanninn.

Úttektina frá ESPN má lesa í með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner