Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Breiðablik
2
2
Fjölnir
Árni Vilhjálmsson '28 1-0
1-1 Guðmundur Karl Guðmundsson '55
Davíð Kristján Ólafsson '61 2-1
2-2 Þórir Guðjónsson '73
18.05.2014  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
10. Árni Vilhjálmsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Elvar Páll Sigurðsson
18. Finnur Orri Margeirsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('83)
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('72)

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
6. Jordan Leonard Halsman
7. Höskuldur Gunnlaugsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('72)
21. Guðmundur Friðriksson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Elfar Freyr Helgason ('90)
Andri Rafn Yeoman ('85)
Finnur Orri Margeirsson ('76)

Rauð spjöld:
@alexander_freyr Alexander Freyr Tamimi
Sprækir nýliðar svekktir með stig í Kópavogi
Breiðablik og Fjölnir gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik sumarsins á Kópavogsvelli í Pepsi-deildinni í kvöld.

Boðið var upp á frábæran fótboltaleik í góðu veðri og viðureignin var heldur betur spennandi.

Nýliðarnir í Fjölni byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og sköpuðu sér nokkur góð færi og voru óheppnir að ná ekki að skora. Aron Sigurðarson og Ragnar Leósson fengu báðir fín færi en tókst ekki að koma boltanum í markið.

Það var algerlega gegn gangi leiksins sem heimamenn í Breiðabliki komust yfir með frábæru marki frá Árna Vilhjálmssyni, einungis mínútu eftir að skot frá Ragnari hafði lekið rétt framhjá.

Árni, sem fékk tækifærið í byrjunarliðinu í dag og átti flottan leik, þrumaði boltanum í netið með mögnuðu skoti fyrir utan teig sem var algerlega óverjandi fyrir Þórð Ingason í marki Fjölnismanna.

Leikurinn datt aðeins niður eftir þetta mark, Blikar komust aðeins betur inn í hlutina en Fjölnismenn brotnuðu ekki við mótlætið. Mörkin urðu þó ekki fleiri í fyrri hálfleik og Blikar 1-0 yfir þegar flautað var til leikhlés.

Gestirnir mættu öflugir inn í seinni hálfleikinn. Guðmundur Karl Guðmundsson jafnaði metin í 1-1 á 55. mínútu eftir sofandahátt í vörn Blika, sem misstu boltann eftir innkast.

Einungis sex mínútum síðar var Breiðablik þó aftur komið með forystuna og þar var á ferðinni hinn ungi og efnilegi Davíð Kristján Ólafsson, sem skoraði rosalegt mark. Hann kom með þrumuskot fyrir utan teig sem söng í netinu í fjærhorninu, algerlega óverjandi. Hann fagnaði síðan með frábæru heljarstökki.

Fjölnismenn ætluðu að taka miðjuna strax, þar sem allir Blikar fögnuðu á eigin vallarhelmingi, og geystust fram. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var hins vegar ekki búinn að flauta og því þurftu gestirnir að endurtaka miðjuna. Voru þeir alls ekki sáttir með það og fékk Gunnar Már Guðmundsson gult spjald fyrir mótmæli.

Leikmenn Fjölnis neituðu þó að gefast upp og tókst aftur að jafna metin á 73. mínútu. Hár bolti barst inn í teiginn eftir aukaspyrnu og endaði hjá Þóri Guðjónssyni, sem skoraði framhjá Gunnleifi. Þetta mark kom einungis mínútu eftir að Þórir hafði misnotað gott færi og bætti hann heldur betur upp fyrir það.

Fjölnismenn voru í raun líklegri aðilinn til að taka stigin þrjú en mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur 2-2.

Blikar voru engan veginn nógu góðir í þessum leik og geta verið afar sáttir með að hafa fengið stig. Það var ekki að sjá að Fjölnismenn væru nýliðar í deildinni, þeir sköpuðu sér mun fleiri færi og voru mun ákafari.

Þeir eru nú með átta stig eftir fjórar umferðir en Blikar eru einungis með tvö stig. Þeir grænklæddu þurfa heldur betur að fara að snúa taflinu sér í vil og það fljótlega, en Fjölnismenn hljóta að vera mjög sáttir ef þeir geta haldið áfram á sömu braut.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Guðmundur Þór Júlíusson ('68)
Gunnar Már Guðmundsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
9. Þórir Guðjónsson
10. Aron Sigurðarson ('83)
15. Haukur Lárusson
22. Ragnar Leósson ('74)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
7. Viðar Ari Jónsson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('83)

Liðsstjórn:
Gunnar Valur Gunnarsson

Gul spjöld:
Gunnar Már Guðmundsson ('63)

Rauð spjöld: