Stór félög hafa áhuga á Bryan Mbeumo sem hefur verið funheitur með Brentford, Manchester United reynir að fá Amorim sem fyrst og Arsenal vinnur að því að fá Leroy Sane. Þetta og fleira í slúðrinu.
Newcastle United hefur áhuga á að fá Bryan Mbeumo (25), kamerúnskan framherja Brentford, í janúar en Newcastle stendur fyrir takmörkunum í útgjöldum vegna fjárhagsreglna. (Telegraph)
Liverpool og Arsenal hafa einnig áhuga á Mbeumo. Brentford metur hann á um 50 milljónir punda. (Newcastle Chronicle)
Manchester United vonast til að ráða Rúben Amorim (39), knattspyrnustjóra Sporting, í tæka tíð fyrir leikinn gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. (Times)
Manchester United er í viðræðum við Sporting um uppsagnarfrest Amorim og gæti tekið nokkrar vikur fyrir United að fá hann til starfa. (Mail)
Amorim mun stýra næsta leik Sporting í deildinni á föstudaginn, áður en hann fer til Manchester. (CNN Portúgal)
Amorim vill fá miðvörðinn Goncalo Inacio (23), enska kantmanninn Marcus Edwards (25) og portúgalska framherjann Pedro Goncalves (26) með sér frá Sporting til Manchester United. (Teamtalk)
Ruud van Nistelrooy, bráðabirgðastjóri United, býst við að yfirgefa félagið þegar Amorim verður ráðinn. (Independent)
Manchester City er enn vongott um að Pep Guardiola muni framlengja dvöl sína sem stjóri og félagið hefur ekki stillt upp Amorim sem hugsanlegum arftaka. (Mail)
Sá sem tekur við af Erik ten Hag sem stjóri Manchester United mun hafa takmarkað fjármagn til að styrkja hópinn í janúar. (Guardian)
Manchester United hefur áhuga á að fá Alphonso Davies (23), kanadískan bakvörð Bayern München, en leikmaðurinn fer væntanlega til Real Madrid. (Sky Sports Sviss)
Arsenal er að vinna að því að fá þýska kantmanninn Leroy Sane (28) þegar samningur hans við Bayern München rennur út næsta sumar. Sane er fyrrum leikmaður CIty. (Football Insider)
Sporting er tilbúið að selja Viktor Gyökeres (26) fyrir 50-58 milljónir punda næsta sumar en Manchester City, Arsenal, Liverpool og Chelsea hafa áhuga á þessum sænska framherja. (Florian Plettenberg)
Manchester United ætlar að losa sig við brasilíska kantmanninum Antony (24) eftir að Erik ten Hag var rekinn. (Talksport)
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, hallast að því að losa sig við þýska framherjann Timo Werner (28) í lok tímabilsins. (GiveMeSport)
Það er ólíklegt að West Ham hafi peninga til að eyða í janúarglugganum. (Football Insider)
Athugasemdir