Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
2
3
Víkingur Ó.
Darren Lough '45 1-0
Jón Vilhelm Ákason '46 2-0
2-1 Toni Espinosa '72
2-2 Eyþór Helgi Birgisson '90 , víti
2-3 Fannar Hilmarsson '94
23.05.2014  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
1. deild karla
Aðstæður: Völlurinn góður en talsvert hvassviðri
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: Um 700
Maður leiksins: Eyþór Helgi Birgisson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
3. Sindri Snæfells Kristinsson
8. Hallur Flosason
10. Jón Vilhelm Ákason ('67)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('46)
17. Andri Adolphsson
19. Eggert Kári Karlsson
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Einar Logi Einarsson
Teitur Pétursson

Gul spjöld:
Eggert Kári Karlsson ('93)
Sindri Snæfells Kristinsson ('67)
Jón Vilhelm Ákason ('50)
Andri Adolphsson ('45)
Darren Lough ('28)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Ólafur Ingi Guðmundsson
Víkingar frá Ólafsvík unnu Skagamenn í baráttuleik
Í dag mættust ÍA og Víkingur Ó í þriðju umferð 1. deildar karla í Íslandsmótinu en leikurinn fór fram á Norðurálsvelli. Um mikilvægan leik var að ræða af hálfu beggja liða til að byrja Íslandsmótið af krafti en bæði lið voru um miðja deild eftir að hafa unnið einn leik og tapað einum.

Fyrri hálfleikur var mjög tíðindalítill og bæði lið áttu í miklum erfiðleikum með að skapa sér marktækifæri vegna hvassviðris sem stjórnaði gangi leiksins töluvert. Leikmenn náðu ekki að hemja boltann og mikið var um langar sendingar fram völlinn sem vindurinn tók.

Fyrsta færið kom ekki fyrr en á 32. mínútu þegar Jón Vilhelm Ákason átti hörkuskot að marki Víkings úr aukaspyrnu en boltinn fór rétt yfir markið.

Það var svo á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar fyrsta mark leiksins kom. ÍA fékk aukaspyrnu nálægt miðlínunni sem Darren Lough tók. Boltinn flaug yfir allan völlinn og endaði í fjærhorninu. Þar hafði vindurinn úrslitaáhrif á að boltinn endaði í markinu af 45 metra færi.

Seinni hálfleikur hófst af miklum krafti og eftir 22 sekúndur sendi Andri Adolphsson boltann á Jón Vilhelm Ákason sem var á miðjum vallarhelmingi Víkings. Hann lék boltanum í átt að vítateig Víkings og átti skot af 20 metra færi sem skoppaði undir Arnar Darra Pétursson og í markið.

Eftir þetta komst meira jafnvægi í leikinn og bæði lið fengu ágæt hálffæri sem þau náðu ekki að nýta. Á 70. mínútu átti Arnór Snær Guðmundsson góða rispu upp völlinn og kom með stungusendingu inn fyrir vörn Víkings. Þar var Andri Adolphsson einn á móti markverði en hann skaut boltanum framhjá markinu.

Aðeins tveimur mínútum síðar komust Víkingar inn í leikinn þegar Antonio Jose Espinosa Mossi fékk boltann fyrir utan vítateig ÍA og náði föstu skoti efst í markhornið sem Árni Snær Ólafsson átti ekki möguleika á að verja. Staðan orðin 2-1 og allt opið í leiknum.

Eftir þetta fóru Víkingar að sækja grimmt að marki ÍA sem beitti skyndisóknum eftir því sem kostur var á. Ein slík sókn kom á 86. mínútu þegar Andri Adolphsson átti stungusendingu inn fyrir vörn Víkings þar sen Garðar Gunnlaugsson fékk boltann en skot hans fór yfir markið.

Þetta kom í bakið á Skagamönnum á 90. mínútu þegar aðstoðardómarinn flaggaði til merkis um að Darren Louch hafi tekið boltann með hendi í vítateig ÍA. Heimamenn mótmæltu hástöfum en vítaspyrnan stóð og úr henni skoraði Eyþór Helgi Birgisson af öryggi.

Upphófust nú taugatrekkjandi lokamínútur sem endaði með því að á fjórðu mínútu uppbótartíma fengu Víkingar hornspyrnu. Brynjar Kristmundsson sendi boltann inn í vítateig þar sem mikill barningur varð og boltinn fór á milli leikmanna. Fannar Hilmarsson náði til boltans og kom honum í netið en Skagamenn mótmæltu hástöfum og vildu meina að Fannar hafi handleikið boltann.

Örskömmu síðar var flautað til leiksloka og Skagamenn ræddu lengi við dómaratríó leiksins. En Víkingar kærðu sig kollótta og fögnuðu gríðarlega miklum karaktersigri. Þar sannaðist hið fornkveðna. Leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar til leiksloka.
Byrjunarlið:
1. Arnar Darri Pétursson (m)
Brynjar Kristmundsson
3. Samuel Jimenez Hernandez
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
8. Kemal Cesa ('60)
10. Steinar Már Ragnarsson ('78)
11. Eyþór Helgi Birgisson
13. Emir Dokara
20. Eldar Masic ('88)
27. Toni Espinosa

Varamenn:
Alfreð Már Hjaltalín ('78)
17. Kristófer Jacobson Reyes
17. Alejandro Abarca Lopez ('60)
21. Fannar Hilmarsson ('88)
22. Vignir Snær Stefánsson
23. Anton Jónas Illugason

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Eyþór Helgi Birgisson ('45)
Björn Pálsson ('30)
Samuel Jimenez Hernandez ('25)

Rauð spjöld: