Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
ÍA
2
1
Leiknir R.
0-1 Sindri Björnsson '26
Garðar Gunnlaugsson '55 , víti 1-1
Garðar Gunnlaugsson '87 2-1
22.06.2014  -  14:00
Norðurálsvöllurinn
1. deild karla
Aðstæður: Völlurinn góður og ágætar aðstæður
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: 871
Maður leiksins: Garðar Gunnlaugsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
Ingimar Elí Hlynsson ('78)
3. Sindri Snæfells Kristinsson ('87)
8. Hallur Flosason
10. Jón Vilhelm Ákason
20. Gylfi Veigar Gylfason
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
14. Ólafur Valur Valdimarsson
19. Eggert Kári Karlsson ('78)

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Einar Logi Einarsson
Teitur Pétursson
Arnór Snær Guðmundsson

Gul spjöld:
Ármann Smári Björnsson ('36)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Ólafur Ingi Guðmundsson
Garðar tryggði ÍA góðan sigur á Leiknismönnum
Í dag mættust ÍA og Leiknir R í sjöundu umferð 1. deildar karla í Íslandsmótinu en leikurinn fór fram á Norðurálsvelli. Um mikilvægan leik var að ræða af hálfu beggja liða til að komast á topp deildarinnar en bæði lið voru í efri hlutanum eftir góða byrjun.

Fyrri hálfleikur var tíðindalítill framan af þar sem Skagamenn fengu betri færi en náðu ekki að ógna sterkri vörn Leiknis fyrr en á 19. mínútu þegar Darren Lough tók aukaspyrnu inn í vítateig Leiknis. Þar var Garðar Gunnlaugsson vel staðsettur og náði góðum skalla sem Eyjólfur Tómasson varði glæsilega í markinu.

Fyrsta markið leit svo dagsins ljós á 26. mínútu þegar Leiknismenn skoruðu úr sínu fyrsta marktækifæri. Þá tók Kristján Páll Jónsson aukaspyrnu að marki ÍA. Þar var Sindri Björnsson einn og óvaldaður í miðjum vítateignum og átti ekki í vandræðum með að koma boltanum í netið.

Bæði lið fengu svo góð marktækifæri undir lok hálfleiksins. Jón Vilhelm Ákason átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Leiknis þar sem Wentzel Steinar Ragnarsson fékk boltann utarlega í vítateignum einn á móti markverði en Eyjólfur Tómasson varði vel með góðu úthlaupi. Matthew Horth átti svo gott skot að marki ÍA en boltinn fór í stöngina.

Undir blálokin fékk Hallur Flosason dauðafæri í vítateig Leiknis eftir barning en skot hans var vel varið af Eyjólfi Tómassyni. Staðan í hálfleik var því 0-1 fyrir Leikni.

Ákveðið jafnræði var svo með liðunum í seinni hálfleik uns á 55. mínútu þegar Valdimar Pálsson dómari dæmdi vítaspyrnu á Leiknismenn en hann vildi meina að varnarmaður þeirra hefði handleikið boltann inni í vítateig. Gestirnir mótmæltu ákvörðun dómarans en honum var ekki snúið. Úr spyrnunni skoraði Garðar Gunnlaugsson af öryggi.

Eftir þetta fóru bæði lið að sækja og fengu sín færi. Garðar Gunnlaugsson náði góðu skoti að marki Leiknis sem Eyjólfur Tómasson varði glæsilega og hinum megin á vellinum prjónaði Fannar Þór Arnarsson sig í gegnum vörn ÍA og náði skoti sem Árni Snær Ólafsson varði mjög vel í markinu.

Það var svo á 87. mínútu sem sigurmark leiksins kom. Jón Vilhelm Ákason tók þá hornspyrnu sem rataði á nærstöng Leiknismarksins þar sem Garðar Gunnlaugsson kom aðvífandi og skallaði í markið. Eftir þetta reyndu Leiknismenn að jafna metin en náðu aldrei að ógna sterkri vörn heimamanna að ráði.

Leikurinn var svo flautaður af þar sem ÍA vann mikinn baráttusigur á góðu liði Leiknis. Garðar Gunnlaugsson átti mjög góðan leik í sókn ÍA og var síógnandi og Eyjólfur Tómasson var mjög góður í marki Leiknis og hélt þeim inni í leiknum með frábærri markvörslu á köflum.
Byrjunarlið:
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
3. Eiríkur Ingi Magnússon
5. Edvard Börkur Óttharsson
8. Sindri Björnsson
10. Fannar Þór Arnarsson
11. Brynjar Hlöðversson
15. Kristján Páll Jónsson (f) ('76)
21. Hilmar Árni Halldórsson
23. Gestur Ingi Harðarson ('89)

Varamenn:
1. Arnar Freyr Ólafsson (m)
14. Birkir Björnsson
27. Magnús Már Einarsson

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson (Þ)

Gul spjöld:
Brynjar Hlöðversson ('90)
Óttar Bjarni Guðmundsson ('85)

Rauð spjöld: