
Hér er slúðurpakki dagsins. Varnarmaður Bournemouth er eftirsóttur af stórliðum, Salah er ekki á förum, Arsenal reynir við Nico Williams og AC Milan vill fá Pep Guardiola til að taka við.
Liverpool og Chelsea vilja fá varnarmanninn Dean Huijsen (19) frá Bournemouth í sumar en félögin munu fá samkeppni frá Real Madrid um spænska landsliðsmanninn sem er metinn á 50 milljónir punda. (Independent)
Egypski framherjinn Mohamed Salah (32) mun á endanum framlengja samning sinn við Liverpool, eftir margra mánaða vangaveltur. (Foot Mercato)
Manchester United, Liverpool og Newcastle hafa áhuga á senegalska kantmanninum Assane Diao (19) hjá Como. (Caught Offside)
Skoski framherjinn Ben Doak (19) , sem er á láni hjá Middlesbrough frá Liverpool, gæti farið til Everton í sumar á 30 milljónir punda. (Football Insider)
Andrea Berta, nýr íþróttastjóri Arsenal, hitti umboðsmann Nico Williams (22), kantmanns Athletic Bilbao, til að ræða möguleg sumarkaup. (Guardian)
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, og Roberto de Zerbi, fyrrverandi stjóri Brighton sem nú stýrir Marseille, eru á blaði hjá AC Milan. (Corriere della Sera)
Arsenal, Liverpool og Nottingham Forest hafa áhuga á alsírska framherjanum Mohamed Amoura (24) sem er á láni hjá Wolfsburg frá Union St-Gilloise. (L'Equipe)
Juventus vill fá Sandro Tonali (24), miðjumann Newcastle. Ítalska félagið metur hann á um 70 milljónir punda. (Gazzetta)
Newcastle mun endurnýja áhuga sinn á enska varnarmanninum Marc Guehi (24) hjá Crystal Palace í sumar. (GiveMeSport)
Liverpool hefur verið í sambandi við fulltrúa japanska kantmannsins Takefusa Kubo (23) en hann gæti fært sig um set í sumar ef Real Sociedad kemst ekki í Evrópukeppnina. (Teamtalk)
Aston Villa vonast til að fá franska miðjumanninn Boubacar Kamara (25) til að skrifa undir nýjan samning til að fæla frá áhuga í sumar. (Foot Mercato)
Athugasemdir