Haukar
1
3
ÍA
0-1
Arnar Már Guðjónsson
'44
0-2
Ingimar Elí Hlynsson
'45
Brynjar Benediktsson
'49
1-2
1-3
Arnar Már Guðjónsson
'75
10.07.2014 - 20:00
Schenkervöllurinn
1. deild karla 2014
Dómari: Jan Eric Jessen
Schenkervöllurinn
1. deild karla 2014
Dómari: Jan Eric Jessen
Byrjunarlið:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Kristján Ómar Björnsson
('84)
Hilmar Rafn Emilsson
Ásgeir Þór Ingólfsson
Hafþór Þrastarson
('45)
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
11. Matthías Guðmundsson
19. Brynjar Benediktsson
21. Gísli Eyjólfsson
22. Aron Jóhannsson (f)
('69)
30. Andri Steinn Birgisson
Varamenn:
25. Kristinn Geir Guðmundsson (m)
Zlatko Krickic
2. Helgi Valur Pálsson
('45)
10. Hilmar Geir Eiðsson
18. Andri Gíslason
('84)
22. Alexander Freyr Sindrason
23. Ómar Karl Sigurðsson
('69)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Andri Steinn Birgisson ('93)
Rauð spjöld:
Draumamark Brynjars Ben skilaði engu
Segja mætti að Skagamenn hafi mætt með Skagaveðrið með sér til Hafnarfjarðar í kvöld þegar þeir mættu Haukum á DB Schenkervellinum. Yfirleitt er nú fínasta veður á þeim velli en á því var breyting í kvöld.
Veðrið hafði mikil áhrif á knattspyrnuna sem spiluð var í kvöld. Rok á annað markið og rigningin var ekki til hjálpa til með neitt.
Fyrri hálfleikurinn var í miklu jafnvægi. Jón Vilhelm fékk fínt færi fyrir gestina en skot hans yfir og Aron Jóhannsson og Hilmar Rafn fengu sitthvort færið fyrir Hauka en náðu ekki að skora.
Undir lok fyrri hálfleiks skoruðu Skagamenn tvö mörk á tveimur mínútum. Þvert gegn gangi leiksins ef svo mætti segja. Bæði mörkin komu eftir skyndisóknir eftir að Haukar höfðu verið í sókn. Fyrra markið er hægt að skrifa á Kristján Ómar Björnsson og Sigmar Inga Sigurðarson í liði Hauka. Í öðru markinu þurftu Skagamenn að hafa aðeins meira fyrir hlutunum sem endaði með þægilegu færi fyrir Ingimar Elí sem nýtti það vel.
Skelfilegur endir fyrir Haukaliðið á þessum jafna fyrri hálfleik. Þeir voru þó ekki lengi að minnka muninn í seinni hálfleiknum þegar Brynjar Benediktsson skoraði að öllum líkindum mark sumarsins. Hann tók þá aukaspyrnu af 30 metra færi og smell hitti boltann upp í samskeytin nær, í slánna fór boltinn og í netið. Fáránlegt að boltinn hafi ratað í markið. Spurning hvort vindurinn hafi hjálpað honum eða gert honum erfiðara fyrir.
Maður hefði haldið að þetta mark hefði gefið Haukum einhvern auka kraft en svo var ekki. Skagamenn héldu sínum leik áfram og héldu áfram að sækja. Bæði lið sóttu til skiptist við erfiðar aðstæður. Gestirnir gerðu síðan útum leikinn korteri fyrir leikslok þegar Arnar Már Guðjónsson skoraði annað mark sitt í leiknum.
Heimamenn hefðu getað minnkað muninn undir lok leiksins en Árni Snær í marki Skagamanna var vel á verði. Sigur Skagamanna því aldrei í hættu eftir annað mark Arnars og stigin þrjú fóru því alla leið upp á Skagann.
Kærkominn sigur gestanna eftir sögulegt tap á heimavelli í síðustu umferð gegn KV. Haukaliðið heldur áfram að tapa stigum á heimavelli. Þeir hafa einungis fengið sjö stig á heimavelli af 18 mögulegum.
Veðrið hafði mikil áhrif á knattspyrnuna sem spiluð var í kvöld. Rok á annað markið og rigningin var ekki til hjálpa til með neitt.
Fyrri hálfleikurinn var í miklu jafnvægi. Jón Vilhelm fékk fínt færi fyrir gestina en skot hans yfir og Aron Jóhannsson og Hilmar Rafn fengu sitthvort færið fyrir Hauka en náðu ekki að skora.
Undir lok fyrri hálfleiks skoruðu Skagamenn tvö mörk á tveimur mínútum. Þvert gegn gangi leiksins ef svo mætti segja. Bæði mörkin komu eftir skyndisóknir eftir að Haukar höfðu verið í sókn. Fyrra markið er hægt að skrifa á Kristján Ómar Björnsson og Sigmar Inga Sigurðarson í liði Hauka. Í öðru markinu þurftu Skagamenn að hafa aðeins meira fyrir hlutunum sem endaði með þægilegu færi fyrir Ingimar Elí sem nýtti það vel.
Skelfilegur endir fyrir Haukaliðið á þessum jafna fyrri hálfleik. Þeir voru þó ekki lengi að minnka muninn í seinni hálfleiknum þegar Brynjar Benediktsson skoraði að öllum líkindum mark sumarsins. Hann tók þá aukaspyrnu af 30 metra færi og smell hitti boltann upp í samskeytin nær, í slánna fór boltinn og í netið. Fáránlegt að boltinn hafi ratað í markið. Spurning hvort vindurinn hafi hjálpað honum eða gert honum erfiðara fyrir.
Maður hefði haldið að þetta mark hefði gefið Haukum einhvern auka kraft en svo var ekki. Skagamenn héldu sínum leik áfram og héldu áfram að sækja. Bæði lið sóttu til skiptist við erfiðar aðstæður. Gestirnir gerðu síðan útum leikinn korteri fyrir leikslok þegar Arnar Már Guðjónsson skoraði annað mark sitt í leiknum.
Heimamenn hefðu getað minnkað muninn undir lok leiksins en Árni Snær í marki Skagamanna var vel á verði. Sigur Skagamanna því aldrei í hættu eftir annað mark Arnars og stigin þrjú fóru því alla leið upp á Skagann.
Kærkominn sigur gestanna eftir sögulegt tap á heimavelli í síðustu umferð gegn KV. Haukaliðið heldur áfram að tapa stigum á heimavelli. Þeir hafa einungis fengið sjö stig á heimavelli af 18 mögulegum.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
Ingimar Elí Hlynsson
3. Sindri Snæfells Kristinsson
8. Hallur Flosason
10. Jón Vilhelm Ákason
('84)
17. Andri Adolphsson
20. Gylfi Veigar Gylfason
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson
('77)
Varamenn:
19. Eggert Kári Karlsson
('77)
Liðsstjórn:
Einar Logi Einarsson
Teitur Pétursson
Arnór Snær Guðmundsson
Gul spjöld:
Hallur Flosason ('93)
Rauð spjöld: