ÍA
2
4
KA
0-1
Hallgrímur Mar Steingrímsson
'9
Garðar Gunnlaugsson
'11
, víti
1-1
1-2
Atli Sveinn Þórarinsson
'18
1-3
Arsenij Buinickij
'49
Jón Vilhelm Ákason
'80
2-3
2-4
Hallgrímur Mar Steingrímsson
'90
15.07.2014 - 19:15
Norðurálsvöllurinn
1. deild karla 2014
Aðstæður: Rigning og logn.
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Norðurálsvöllurinn
1. deild karla 2014
Aðstæður: Rigning og logn.
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
('45)
Ármann Smári Björnsson
Ingimar Elí Hlynsson
3. Sindri Snæfells Kristinsson
8. Hallur Flosason
('72)
10. Jón Vilhelm Ákason
17. Andri Adolphsson
20. Gylfi Veigar Gylfason
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson
Varamenn:
14. Ólafur Valur Valdimarsson
19. Eggert Kári Karlsson
('72)
Liðsstjórn:
Teitur Pétursson
Arnór Snær Guðmundsson
Gul spjöld:
Ingimar Elí Hlynsson ('56)
Jón Björgvin Kristjánsson ('51)
Rauð spjöld:
Þungavigtarsigur hjá KA-mönnum
Leik ÍA og KA lauk nú rétt í þessu uppi á Akranesi með 2-4 sigri gestanna að norðan. Bæði lið eru og voru fyrir leik í bullandi baráttu um að komast upp um deild.
Leikurinn hófst af ansi miklum krafti og lætin hófust af alvöru á 9.mínútu þegar fyrirgjöf frá KA af vinstri kanti, með viðkomu í hæl Sindra Snæfells, datt skoppandi fyrir framan Hallgrím Má sem þakkaði pent fyrir sig með snyrtilegri ristarspyrnu í fjærhornið, óverjandi fyrir Árna Snæ.
Leikurinn var vart kominn alveg í gang og menn ekki ennþá búinn að átta sig á þessu marki, þegar Jón Vilhelm geysist upp vinstri kantinn hinu megin á vellinum, prjónar sig inn í teig og er sparkaður niður innan teigs, vítaspyrna á 11. mínútu leiksins.. Garðar Gunnlaugsson fór á punktinn og kláraði örugglega í hægra hornið.
Fólk gat ekki andað mikið áður en næsta mark kom, þá var það hornspyrna sem að gestirnir fengu, og eftir flotta fyrirgjöf Hallgríms, var það Atli Sveinn sem var manna grimmastur í teignum og skallar boltann yfir Árna Snæ í marki ÍA á 18.mínútu.
Eftir þetta róaðist leikurinn mikið og voru það ÍA menn sem sóttu meira næstu mínútur að hálfleik, án þess þó að ná að skapa sér almennileg færi, Garðar Bergmann var þó manna skæðastur, en náði ekki að brjóta þéttan varnarvegg KA manna á bak aftur og liðin gengu inn í hálfleik með þessa stöðu á bakinu.
Síðari hálfleikur var svo rétt kominn til lífsins þegar Ævar Ingi vinnur boltann frábærlega af Darren sem var í töluverðum erfiðleikum inn í teig ÍA, kemur boltanum fyrir á Arsenij sem klárar boltann í autt markið eftir að Árni Snær hafði rokið út á móti Ævari. 1-3 fyrir gestunum og greinilegt að gestirnir vildu þetta miklu meira.
Eftir þetta færðist mikil ró í leikinn og bæði lið áttu mikið af hálffærum en það var aðallega Árni Snær sem þurfti að hafa fyrir hlutunum í marki ÍA í seinni hálfleiknum og átti hann margar góðar vörslur. ÍA náði svo öllum völdum á vellinum korteri fyrir leikslok.
Það var samt ekki fyrr en á 80.mínútu sem þessi múr brotnaði og var það þegar ÍA fékk aukaspyrnu á D-boganum, Jón Vilhelm tók spyrnuna og setti boltann fallega yfir vegginn í fjærhornið, óverjandi fyrir Rajkovic.
Eftir þetta virtist allt stefna í að ÍA myndi ná að kreista fram jöfnunarmark og sóttu heimamenn stíft síðustu mínúturnar, en þá varð fámennt í vörn ÍA og það nýttu KA menn sér með skyndisókn á lokamínútunum, Hallgrímur fær þá sendingu frá hægri kantinum sem hann kláraði með þéttingsföstu skoti inn í vítateig ÍA.
En niðurstaðan 2-4 sigur KA í frábærum leik upp á Skipaskaga og KA nú einungis tveimur stigum frá því að komast í sæti sem skilar þeim upp í Pepsi-deild.
Maður leiksins: Hallgrímur Már Steingrímsson.
Leikurinn hófst af ansi miklum krafti og lætin hófust af alvöru á 9.mínútu þegar fyrirgjöf frá KA af vinstri kanti, með viðkomu í hæl Sindra Snæfells, datt skoppandi fyrir framan Hallgrím Má sem þakkaði pent fyrir sig með snyrtilegri ristarspyrnu í fjærhornið, óverjandi fyrir Árna Snæ.
Leikurinn var vart kominn alveg í gang og menn ekki ennþá búinn að átta sig á þessu marki, þegar Jón Vilhelm geysist upp vinstri kantinn hinu megin á vellinum, prjónar sig inn í teig og er sparkaður niður innan teigs, vítaspyrna á 11. mínútu leiksins.. Garðar Gunnlaugsson fór á punktinn og kláraði örugglega í hægra hornið.
Fólk gat ekki andað mikið áður en næsta mark kom, þá var það hornspyrna sem að gestirnir fengu, og eftir flotta fyrirgjöf Hallgríms, var það Atli Sveinn sem var manna grimmastur í teignum og skallar boltann yfir Árna Snæ í marki ÍA á 18.mínútu.
Eftir þetta róaðist leikurinn mikið og voru það ÍA menn sem sóttu meira næstu mínútur að hálfleik, án þess þó að ná að skapa sér almennileg færi, Garðar Bergmann var þó manna skæðastur, en náði ekki að brjóta þéttan varnarvegg KA manna á bak aftur og liðin gengu inn í hálfleik með þessa stöðu á bakinu.
Síðari hálfleikur var svo rétt kominn til lífsins þegar Ævar Ingi vinnur boltann frábærlega af Darren sem var í töluverðum erfiðleikum inn í teig ÍA, kemur boltanum fyrir á Arsenij sem klárar boltann í autt markið eftir að Árni Snær hafði rokið út á móti Ævari. 1-3 fyrir gestunum og greinilegt að gestirnir vildu þetta miklu meira.
Eftir þetta færðist mikil ró í leikinn og bæði lið áttu mikið af hálffærum en það var aðallega Árni Snær sem þurfti að hafa fyrir hlutunum í marki ÍA í seinni hálfleiknum og átti hann margar góðar vörslur. ÍA náði svo öllum völdum á vellinum korteri fyrir leikslok.
Það var samt ekki fyrr en á 80.mínútu sem þessi múr brotnaði og var það þegar ÍA fékk aukaspyrnu á D-boganum, Jón Vilhelm tók spyrnuna og setti boltann fallega yfir vegginn í fjærhornið, óverjandi fyrir Rajkovic.
Eftir þetta virtist allt stefna í að ÍA myndi ná að kreista fram jöfnunarmark og sóttu heimamenn stíft síðustu mínúturnar, en þá varð fámennt í vörn ÍA og það nýttu KA menn sér með skyndisókn á lokamínútunum, Hallgrímur fær þá sendingu frá hægri kantinum sem hann kláraði með þéttingsföstu skoti inn í vítateig ÍA.
En niðurstaðan 2-4 sigur KA í frábærum leik upp á Skipaskaga og KA nú einungis tveimur stigum frá því að komast í sæti sem skilar þeim upp í Pepsi-deild.
Maður leiksins: Hallgrímur Már Steingrímsson.
Byrjunarlið:
Davíð Rúnar Bjarnason
Baldvin Ólafsson
Srdjan Rajkovic
5. Karstern Vien Smith
6. Atli Sveinn Þórarinsson
7. Ævar Ingi Jóhannesson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
10. Arsenij Buinickij
('90)
11. Jóhann Helgason
19. Stefán Þór Pálsson
('84)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
Varamenn:
4. Ólafur Aron Pétursson
5. Gauti Gautason
14. Ólafur Hrafn Kjartansson
25. Edin Beslija
30. Bjarki Þór Viðarsson
('84)
Liðsstjórn:
Gunnar Örvar Stefánsson
Eggert Högni Sigmundsson
Gul spjöld:
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('74)
Rauð spjöld: