Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Leiknir R.
0
1
ÍA
0-1 Garðar Gunnlaugsson '91 , víti
23.08.2014  -  14:00
Leiknisvöllur
1. deild karla 2014
Aðstæður: Léttur andvari og haustkuldi en aðstæður allar hinar bestu.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
Vigfús Arnar Jósepsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
3. Eiríkur Ingi Magnússon
5. Edvard Börkur Óttharsson
8. Sindri Björnsson ('81)
10. Fannar Þór Arnarsson ('81)
11. Brynjar Hlöðversson
21. Hilmar Árni Halldórsson

Varamenn:
15. Kristján Páll Jónsson ('81)
23. Gestur Ingi Harðarson
27. Magnús Már Einarsson

Liðsstjórn:
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þ)
Valur Gunnarsson

Gul spjöld:
Edvard Börkur Óttharsson ('63)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Skagamenn í lykilstöðu eftir víti í uppbótartíma
Spennustigið í Breiðholtinu var nokkuð hátt þegar Leiknir og ÍA mættust í toppslag í 1. deildinni í dag. Liðin gáfu fá færi á sér, dómarinn leyfði nokkuð mikið svo baráttan var allsráðandi.

Liðin rétt fyrir neðan þessi tvö lið vonuðust eftir Leiknissigri til að galopna baráttuna um annað sætið en þau urðu ekki að ósk sinni. Skagamenn unnu 1-0 útisigur og eru nú í lykilstöðu ásamt Leikni til að komast upp.

Allt bendir til þess að þessi tvö lið muni fylgjst upp í Pepsi-deildina.

Eftir tíðindalausan fyrri hálfleik opnaðist leikurinn aðeins í seinni hálfleik. Vopn Skagamanna er baráttan og langir boltar fram og það skilaði sér á endanum í sigri.

Hjörtur Hjartarson kom inn af bekknum og reynsla hans gerði gæfumuninn. Eftir mjög dapran varnarleik Brandon Scott féll Hjörtur í teignum og vítaspyrna var dæmd. Leiknismenn voru allt annað en sóttir og töldu að Hjörtur hefði látið sig falla en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari virtist alveg viss.

Garðar Gunnlaugsson, markahæsti leikmaður deildarinnar, fór á punktinn og skoraði með góðri spyrnu.

Leiknir hefur fjögurra stiga forystu á ÍA en svo eru fimm stig frá Skaganum og niður í Víking Ólafsvík eftir daginn í dag þegar Ólafsvíkingar eru búnir að vinna Tindastól.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson ('70)
Teitur Pétursson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
Ingimar Elí Hlynsson
8. Hallur Flosason
10. Jón Vilhelm Ákason
19. Eggert Kári Karlsson ('81)
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
3. Sindri Snæfells Kristinsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
17. Andri Adolphsson ('70)
20. Gylfi Veigar Gylfason

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: