Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
0
2
Haukar
0-1 Hilmar Trausti Arnarsson '50
0-2 Hilmar Rafn Emilsson '90
13.09.2014  -  13:00
Norðurálsvöllurinn
1. deild karla 2014
Aðstæður: Völlurinn góður en töluverður vindur
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 300
Maður leiksins: Sigmar Ingi Sigurðarson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Teitur Pétursson ('70)
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson ('88)
Ingimar Elí Hlynsson
8. Hallur Flosason
10. Jón Vilhelm Ákason ('20)
17. Andri Adolphsson
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
3. Sindri Snæfells Kristinsson
19. Eggert Kári Karlsson ('20)
20. Gylfi Veigar Gylfason ('70)

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:
Hallur Flosason ('66)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Ólafur Ingi Guðmundsson
Haukar unnu góðan sigur á slöku Skagaliði
Í dag mættust ÍA og Haukar í næstsíðustu umferð 1. deildar karla í Íslandsmótinu en leikurinn fór fram á Norðurálsvelli. Spilað var við nokkuð erfiðar aðstæður þar sem töluverður vindur var sem hafði mikil áhrif á gang leiksins. Skagamenn voru komnir upp í Úrvalsdeild í umferðinni á undan en þurftu að vinna leikinn til að eiga möguleika á að ná efsta sæti í deildinni en Haukar sigldu lygnan sjón í áttunda sætinu.

Fyrri hálfleikur var vægast sagt tilþrifalítill. Bæði lið fengu nokkur hálffæri og þá aðallega langskot sem engin ógn var af. Helst má minnast á skot Jón Vilhelms Ákasonar sem small í þverslá Haukamarksins snemma leiks og þegar Sigmar Ingi Sigurðarson varði vel skot Garðars Gunnlaugssonar eftir góða sókn ÍA. Fátt annað markvert gerðist þessar fyrstu 45 mínútur leiksins.

Staðan var því 0-0 í hálfleik í frekar döprum leik þar sem vindurinn stjórnaði miklu með sterkum hliðarvindi.

Seinni hálfleikur byrjaði af miklum krafti og Skagamenn fengu strax tvö dauðafæri. Annars vegar átti Andri Adolphsson hörkuskot sem Sigmar Ingi varði vel í marki Hauka. Hins vegar áttu heimamenn stórsókn þar sem Garðar Gunnlaugsson fór með boltann upp vallarhelming Hauka og náði föstu skoti sem Sigmar Ingi varði út í vítateig. Þar náði Hallur Flosason boltanum og átti skot sem varnarmaður Hauka bjargaði á marklínu.

Á 50. mínútu kom svo fyrsta markið í leiknum. Þá lék Hilmar Trausti Arnarsson sig í gegnum flata vörn ÍA og átti ekki í vandræðum með að renna boltanum í markið, framhjá Árna Snæ.

Eftir markið bökkuðu Haukamenn og leyfðu Skagamenn að halda boltanum og reyna að brjóta vörn sína niður. Skemmst er frá því að segja að megnið af seinni hálfleik var eins og í fyrri hálfleik. Fátt markvert gerðist og Skagamenn náðu aldrei að ógna sterki vörn Hauka nema með döprum langskotum.

Haukamenn beittu góðum skyndisóknum og úr einni slíkri skoruðu þeir á síðustu mínútu leiksins. Þá lék Hilmar Rafn Emilsson á varnarmann ÍA og skoraði með skoti í stöng og inn.

Leiknum lauk því með sanngjörnum sigri Hauka á döpru liði ÍA.
Byrjunarlið:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Kristján Ómar Björnsson
Hilmar Rafn Emilsson
Hilmar Trausti Arnarsson
Ásgeir Þór Ingólfsson
Hafþór Þrastarson
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
6. Úlfar Hrafn Pálsson ('83)
11. Matthías Guðmundsson ('70)
19. Brynjar Benediktsson
21. Gísli Eyjólfsson

Varamenn:
Zlatko Krickic
16. Birgir Magnús Birgisson ('83)
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
18. Andri Gíslason
22. Aron Jóhannsson ('70)
28. Haukur Björnsson

Liðsstjórn:
Árni Ásbjarnarson

Gul spjöld:
Hafþór Þrastarson ('79)
Úlfar Hrafn Pálsson ('40)

Rauð spjöld: