Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Breiðablik
3
0
Stjarnan
Guðjón Pétur Lýðsson '11 , víti 1-0
Arnþór Ari Atlason '15 2-0
Elfar Freyr Helgason '37 3-0
31.05.2015  -  20:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1685
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('45)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('86)
8. Arnþór Ari Atlason ('80)
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
Kári Ársælsson
10. Atli Sigurjónsson ('80)
15. Davíð Kristján Ólafsson ('86)
19. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
21. Guðmundur Friðriksson ('45)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Guðjón Pétur Lýðsson ('42)

Rauð spjöld:
@arnardadi Arnar Daði Arnarsson
Skýrslan: Íslandsmeistarnir rassskelltir af Breiðabliki
Hvað réði úrslitum?
Það hvernig Breiðablik mætti til leiks réði úrslitum hér í kvöld. Þeir tóku öll völd á vellinum strax í upphafi og það sást snemma hvort liðið var tilbúið í baráttuna.
Bestu leikmenn
1. Kristinn Jónsson
Kristinn átti stórleik í kvöld. Átti þátt í öllum mörkum Breiðabliks og var með áætlunarferðir upp vinstri væng Breiðabliks. Átti síðan í litlum vandræðum varnarlega á móti Arnari Má.
2. Oliver Sigurjónsson
Enn einn góði leikur Olivers á miðjunni hjá Blikum. Ekkert hægt að setja út á hann í kvöld. Er farinn að stjórna miðjunni hjá þeim eins og hershöfðingi. Sýndi síðan í leiknum að hann er með góðar sendingar. Gaman að sjá, að hann stenst prófið í Pepsi-deildinni og rúmlega það.
Atvikið
Atvik leiksins voru nokkur, en verðum við ekki að taka lokaflaut Þorvalds dómara. Með flautinu lauk 27 leikja sigurhryna Stjörnunnar í efstu deild. Frábær árangur en ég held að Stjörnumenn séu lítið að velta því fyrir sér þessa stundina.
Hvað þýða úrslitin?
Fyrsta tap Stjörnunnar í 28 umferðum staðreynd og það verðskuldað. Liðið er í fimmta sæti deildarinnar með 9 stig. Breiðablik eru hinsvegar komnir á flug, þriðji sigur liðsins í röð og þeir hafa safnað 12 stigum í sumar. Stigi á eftir FH og KR sem eru í efstu tveimur sætum deildarinnar.
Vondur dagur
Nánast allt Stjörnuliðið eins og það leggur sig. Mættu aldrei til leiks og það var tímaspursmál hvenær Blikarnir kæmust yfir í leiknum. Það kom líka á daginn. Stjörnumenn þurfa heldur betur að fara í naflaskoðun eftir þennan leik. Einungis þrjú stig komin í síðustu fjórum umferðum.
Dómarinn - 6
Þorvaldur sjálfur átti fínan leik. Það er hinsvegar hægt að setja spurningarmerki á tvær ákvarðanir Birkis Sigurðarsonar aðstoðardómara 1. Hann virtist hafa tekið tvær rangar ákvarðanir sem hefði getað kostað bæði lið mark. Guðjón Pétur var ranglega dæmdur rangstæður í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik flaggaði Birkir síðan Blika brotlega í þann mund sem Garðar Jó. var að sleppa í gegn.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Michael Præst
6. Þorri Geir Rúnarsson ('57)
8. Halldór Orri Björnsson ('45)
8. Pablo Punyed ('45)
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
19. Jeppe Hansen

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
17. Ólafur Karl Finsen ('45)
18. Jón Arnar Barðdal
22. Þórhallur Kári Knútsson
27. Garðar Jóhannsson ('45)

Liðsstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson

Gul spjöld:
Heiðar Ægisson ('65)

Rauð spjöld: