Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
3
2
Keflavík
Gary Martin '21 1-0
1-1 Guðmundur Steinarsson '37 , víti
Ólafur Valur Valdimarsson '64 2-1
2-2 Arnór Ingvi Traustason '73
Garðar Gunnlaugsson '90 3-2
20.05.2012  -  19:15
Akranesvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Völlurinn frábær og veðrið gott
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Áhorfendur: 1786
Maður leiksins: Gary Martin
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Jóhannes Karl Guðjónsson
Aron Ýmir Pétursson
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Ármann Smári Björnsson ('65)
10. Jón Vilhelm Ákason
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('67)
19. Eggert Kári Karlsson ('59)

Varamenn:
17. Andri Adolphsson
25. Andri Geir Alexandersson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('65)
32. Garðar Gunnlaugsson ('67)

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:
Gary Martin ('21)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Ólafur Ingi Guðmundsson
ÍA vann sigur á Keflavík í frábærum leik
ÍA og Keflavík mættust í kvöld í fyrsta sinn í efstu deild síðan 2008 en leikurinn fór fram við kjöraðstæður. Völlurinn var frábær og veðrið mjög gott.

Skemmst er frá því að segja að fyrri hálfleikur hófst af miklum krafti og fengu bæði lið góð marktækifæri til að taka forystuna. Það var þó ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn sem fyrsta mark leiksins kom en átti mikill atgangur sér stað í vítateig Keflavíkur. Eggert Kári Karlsson átti skot á vítateigslínunni sem fer í varnarmann og þaðan til Gary Martin sem er einn á auðum sjó í vítateignum þar sem Ómar Jóhannsson hafði farið í úthlaup. Gary átti ekki í erfiðleikum með að koma boltanum í tómt markið.

Töluvert jafnræði var með liðunum eftir markið og Keflvíkingar voru engan veginn búnir að leggja árar í bát. Á 40. mínútu handlék Aron Ýmir Pétursson boltann inni í vítateig ÍA eftir baráttu við Jóhann B. Guðmundsson og vítaspyrna var dæmd. Úr vítaspyrnunni skoraði Guðmundur Steinarsson af miklu öryggi.

Þannig var flautað til hálfleiks og staðan jöfn sem var sanngjörn staða þar sem bæði lið höfðu barist í leiknum og átt sín færi.

Seinni hálfleikurinn hófst af sama krafti og sá fyrri. Mikil barátta var í leiknum og vantaði oft bara herslumuninn að annað hvort liðið næði forystunni. Á 59. mínútu kom svo Dean Martin inn á sem varamaður hjá ÍA og hann átti eftir að valda miklum usla í vörn Keflavíkur. Það sýndi sig strax á 64. mínútu en þá átti Dean Martin góða rispu upp hægri kantinn og gaf sendingu inn í vítateig. Þar var Jón Vilhelm Ákason og skallaði boltann aftur fyrir sig á Ólaf Val Valdimarsson sem skallaði í fjærhornið.

Keflvíkingar héldu samt áfram að sækja af krafti og þeir uppskáru laun erfiði síns á 73. mínútu þegar Arnór Yngvi Traustason fékk boltann rétt fyrir utan vítateig ÍA. Hann var ekkert að tvínóna við þetta og skaut bylmingsskoti efst í nærhornið, óverjandi fyrir Árna Snæ Ólafsson markvörð sem gerði ekki einu sinni tilraun til að verja boltann.

Eftir þetta sóttu bæði lið stíft til að ná fram sigurmarkinu. Þau fengu góð tækifæri en inn vildi boltinn ekki. Allt stefndi því í jafntefli en lokamínúturnar voru hreint magnaðar.

Á 90. mínútu átti Dean Martin gott hlaup upp hægri kantinn og náði fyrirgjöf inn í vítateig Keflavíkur. Gary Martin fékk boltann við vítateigslínuna og hélt boltanum vel. Hann lagði boltann út á Garðar Gunnlaugsson sem skoraði með frábæru skoti efst í markhornið.

Allt var þó ekki úti enn því skömmu síðar átti Dean Martin aðra magnaða sendingu yfir á fjærstöngina þar sem Gary Martin náði góðu skoti en Ómar Jóhannsson varði meistaralega. Strax í næstu sókn vildu Keflvíkingar fá vítaspyrnu eftir að sóknarmaður þeirra féll í samskiptum við varnarmann íA við vítateigslínuna. Þóroddi Hjaltalín dómara lét sér fátt um finnast og lét leikinn halda áfram.

Í framhaldinu var leikurinn svo flautaður af og Skagamenn enn með fullt hús stiga. Enn einn leikinn má þakka sigurinn innáskiptingum Þórðar Þórðarsonar þjálfara ÍA en varamennirnir hafa í öllum leikjunum átt stoðsendingu eða mark sem skipti sköpum í leikslok.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
12. Bergsteinn Magnússon (m)
9. Daníel Gylfason
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('10)
11. Bojan Stefán Ljubicic

Liðsstjórn:
Sigurbergur Elísson

Gul spjöld:
Grétar Atli Grétarsson ('81)
Denis Selimovic ('76)
Arnór Ingvi Traustason ('31)

Rauð spjöld: