Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Breiðablik
2
0
Grindavík
Davíð Kristján Ólafsson '75 1-0
Guðmundur Pétursson '93 2-0
16.06.2012  -  14:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Glampandi sólskin og smá gola. Völlurinn frábær að venju. Topp fótboltaaðstæður.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 456
Maður leiksins: Guðmundur Pétursson
Byrjunarlið:
Olgeir Sigurgeirsson ('75)
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
10. Árni Vilhjálmsson ('59)
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
15. Davíð Kristján Ólafsson ('75)
17. Elvar Páll Sigurðsson ('87)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Liðsstjórn:
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Sverrir Ingi Ingason ('42)

Rauð spjöld:
@arnaringolfs Arnar Þór Ingólfsson
Bragðlaus Blikasigur
Grindvíkingar eru enn án sigurs í Pepsi-deildinni eftir 2-0 tap gegn Blikum í Kópavogi í dag.

Leikurinn var bragðdaufur, svo ekki sé meira sagt. Í fyrri hálfleik var nákvæmlega ekkert að gerast inni á vellinum, nema þá að Petar Rnkovic komst tvisvar í ákjósanleg færi en í bæði skiptin náðu Grindvíkingar að bjarga á línu.

Grindvíkingar komu með eitt stig til leiks og reyndu afar lítið til að ná í öll þrjú. Boltanum var í tíma og ótíma neglt langt fram á Tomi Ameobi sem var þar aleinn og yfirgefinn. Miðjumenn Grindavíkur náðu ekki að styðja við hann af neinu viti og því var sóknarleikur Grindvíkinga algjörlega bitlaus.

Sóknarleikur Blikanna var ekki mikið betri enda erfitt að brjóta vörn Grindvíkinga á bak aftur, en það tókst þó undir lokin og það voru varamennirnir Rafn Andri Haraldsson og Guðmundur Pétursson sem skoruðu mörkin. Rafn Andri skoraði með sinni fyrstu snertingu eftir að hann kom inná sem varamaður, draumainnkoma hjá honum.

Guðmundur var mjög sprækur í dag eftir að hann kom inná, skoraði gott mark og það verður sterkt fyrir Blikana að fá hann aftur inn í byrjunarliðið á næstunni. Finnur Orri Margeirsson var einnig nokkuð seigur í hjarta varnarinnar, stóð sig vel í baráttunni við Ameobi og bar boltann vel upp völlinn. Hjá Grindavík var fyrirliðinn Ólafur Örn Bjarnason sterkur í vörninni, bjargaði að minnsta kosti tvisvar á línu og Grindvíkingar geta því þakkað honum að einhverju leyti fyrir að ekki fór verr í dag.

Heilt yfir var sigur Breiðabliks verðskuldaður, Grindvíkingar ógnuðu varla marki þeirra allan leikinn og urðu ekki einu sinni sprækari eftir að þeir lentu undir á 75. mínútu. Sóknarleikur þeirra gengur út á að notfæra sér föst leikatriði og að negla boltanum fram á Ameobi, sem er vissulega sterkur framherji, en betur má ef duga skal. Ef þeir fara ekki að breyta nálgun sinni á leikina þá spila þeir í 1. deild á næsta ári, það er ég nokkuð viss um.

Að lokum verð ég að minnast örlítið á fjölda áhorfenda í dag. Það voru 456 manns á vellinum sem er hreint út sagt ótrúlega lítið. Leiktíminn virðist henta illa og það er sorglegt að það séu svona fáir á vellinum, sérstaklega þegar veðurguðirnir eru jafn blíðir og þeir voru í dag.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Ray Anthony Jónsson
Óli Baldur Bjarnason ('50)
Marko Valdimar Stefánsson
7. Alex Freyr Hilmarsson ('88)
9. Matthías Örn Friðriksson ('45)
11. Tomi Ameobi
25. Alexander Magnússon

Varamenn:
8. Páll Guðmundsson
10. Scott Ramsay ('88)
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson
24. Björn Berg Bryde

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ólafur Örn Bjarnason ('80)
Loic Ondo ('58)

Rauð spjöld: