Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
5
1
ÍA
0-1 Gísli Laxdal Unnarsson '6
Hákon Ingi Jónsson '28
1-1 Óttar Bjarni Guðmundsson '30 , sjálfsmark
Matthías Vilhjálmsson '82 2-1
Ágúst Eðvald Hlynsson '88 3-1
Steven Lennon '102 4-1
Vuk Oskar Dimitrijevic '104 5-1
13.05.2021  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Skýjað, hægur vindur og hiti um 5 gráður
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Matthías Villhjálmsson
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson ('36)
6. Eggert Gunnþór Jónsson ('95)
7. Steven Lennon
8. Þórir Jóhann Helgason
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
11. Jónatan Ingi Jónsson ('95)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson ('102)
23. Ágúst Eðvald Hlynsson

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson ('36)
10. Björn Daníel Sverrisson
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('95)
28. Teitur Magnússon
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('95)
34. Logi Hrafn Róbertsson ('102)

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Kári Sveinsson

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('19)
Eggert Gunnþór Jónsson ('45)
Matthías Vilhjálmsson ('97)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Hræðileg meiðsli vörpuðu skugga á stórsigur FH
Hvað réði úrslitum?
Sú staðreynd að FH gekk á lagið gegn örþreyttum Skagamönnum sem höfðu verið manni færri frá því á 28, mínútu leiksins. Skagamenn reyndu og gerðu vel framan af seinni hálfleik en þegar upp var staðið áttu þeir ekki nóg á tanknum og jafn gott lið og FH lætur ekki bjóða sér það tvisvar.
Bestu leikmenn
1. Matthías Villhjálmsson
Átti stóran þátt í jöfnunarmarki FH þegar hann lagði boltann fyrir Pétur Viðars sem skaut í varnarmann og inn. Skoraði sjálfur gott mark og hefði í raun átt að gera fleiri. Fínn dagur hjá fyrirliðanum
2. Jónatan Ingi Jónsson
Sprengikraftur í honum í dag. Kom sér ekki á blað en var síógnandi og hefði að ósekju mátt skora. Illviðráðanlegur þegar hann er á sínum degi.
Atvikið
Upphafsmínúta seinni hálfleiks. Sindri Snær Magnússon fer í baráttu um boltann við Hörð Inga bakvörð FH. Sindri er dæmdur brotlegur en lendir hrikalega illa og virðist meiðast alvarlega. Alls varð um 15 mínútna töf á leiknum á meðan hugað var að Sindra og beðið eftir sjúkrabíl en sjúkraþjálfari ÍA taldi ekki ráðlegt að hreyfa við Sindra fyrr en hann mætti á staðinn. Vont að sjá og vonandi að meiðsli hans haldi honum ekki lengi frá vellinum.
Hvað þýða úrslitin?
FH tyllir sér á topp deildarinnar á markatölu. Skagamenn eru límdir við botnin og þurfa að fara að sækja sinn fyrsta sigur.
Vondur dagur
Hákon Ingi Jónsson og meiðslalisti ÍA. Hákon skildi liðsfélaga sína eftir í skítamálum með því að fá tvö gul spjöld á innan við 5 mínútum. Fer að óþörfu í Gunnar Nielsen þegar sá Færeyski er búinn að hreinsa boltann frá á gulu spjaldi og uppskar annað gult. Heimskuleg ákvörðun það. Meiðslalisti Skagamanna lengdist líka í kvöld en Elias Tamburini og Árni Snær Ólafsson þurftu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla líkt og Sindri Snær og óttast Skagamenn jafnvel að Árni hafa skaddað hásin.
Dómarinn - 7
Hefði ekki viljað vera í sporum Sigurðar að dæma þennan leik. Hann gerði sitt vel og get ég lítið út á hann sett.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson ('75)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson ('45)
16. Brynjar Snær Pálsson
18. Elias Tamburini ('45)
19. Ísak Snær Þorvaldsson ('88)
22. Hákon Ingi Jónsson
44. Alex Davey

Varamenn:
4. Aron Kristófer Lárusson ('45)
7. Sindri Snær Magnússon ('45) ('59)
8. Hallur Flosason
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('88)
17. Ingi Þór Sigurðsson
20. Guðmundur Tyrfingsson ('75)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('59)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Arnór Snær Guðmundsson
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Dino Hodzic
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson

Gul spjöld:
Hákon Ingi Jónsson ('25)
Sindri Snær Magnússon ('58)
Guðmundur Tyrfingsson ('101)

Rauð spjöld:
Hákon Ingi Jónsson ('28)