Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Stjarnan
3
3
Breiðablik
Betsy Doon Hassett '3 1-0
1-1 Agla María Albertsdóttir '18
1-2 Hildur Antonsdóttir '23
Gyða Kristín Gunnarsdóttir '33 2-2
Selma Sól Magnúsdóttir '43
2-3 Tiffany Janea Mc Carty '49
Gyða Kristín Gunnarsdóttir '62 , víti 3-3
05.09.2021  -  12:00
Samsungvöllurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Skiptast á skin og skúrir!
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: 118
Maður leiksins: Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Byrjunarlið:
1. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett
14. Snædís María Jörundsdóttir ('46)
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir

Varamenn:
1. Chante Sherese Sandiford (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
15. Alma Mathiesen ('46)
19. Elín Helga Ingadóttir
28. Mist Smáradóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir
33. Klara Mist Karlsdóttir

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic

Gul spjöld:
Heiða Ragney Viðarsdóttir ('90)

Rauð spjöld:
@alexandrabia95 Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Skýrslan: Markasúpa í Garðabænum
Hvað réði úrslitum?
Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og komust yfir á 3. mínútu leiksins. Þær voru heilt yfir betri fyrsta korterið en þá vöknuðu Blikarnir til lífsins og jöfnuðu leikinn á 18. mínútu. Eftir það var leikurinn kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að sækja. Bæði mörk fengu á sig ódýr mörk en jafntefli sennilega bara sanngjörn niðurstaða.
Bestu leikmenn
1. Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Frábær leikur hjá Gyðu. Var allt í öllu í Stjörnuliðinu, skoraði tvö mörk og var nálægt því að ná þrennunni þegar hún átti skot af löngu færi í opið mark en setti boltann í utanverða stöngina.
2. Karítas Tómasdóttir (Breiðablik)
Karítas stendur alltaf fyrir sínu og er tilbúin að berjast fyrir liðið. Hún spilaði í miðverði eftir að Selma Sól fékk rautt og stoppaði nokkrar sóknir. Hún bjó líka til þriðja mark Blika þegar hún átti sprett með boltann upp allan völlinn.
Atvikið
Þetta var mjög fjörugur leikur og erfitt að taka eitt atvik út fyrir sviga. Langar að segja skotið sem Gyða átti nánast strax eftir að hún skoraði vítið. Telma var í einhverri skógarferð, karkið autt og Gyða tekur skot af löngu færi í opið mark en setur hann í utanverða stöngina. Hefði komið Stjörnunni yfir, náð þrennunni og skorað tvö mörk á 2 mínútum. Ef og hefði...
Hvað þýða úrslitin?
Liðin halda sínum stað í töflunni, Stjarnan áfram í 5. sæti og Breiðablik í 2. sæti.
Vondur dagur
Varnarlína Breiðabliks hefur átt betri dag. Voru ekki nógu samstíga á stórum köflum, en aftur á móti voru þær að breyta til og færa leikmenn enda mikið leikjaálag vegna Meistaradeildarinnar.
Dómarinn - 7
Ágætlega dæmt. Rauða spjaldið og vítið virðist hafa verið hárréttur dómur en spurning með einhverjar rangstöður.
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Taylor Marie Ziemer
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Tiffany Janea Mc Carty ('76)
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('80)
27. Selma Sól Magnúsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('69)

Varamenn:
6. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('80)
8. Heiðdís Lillýardóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('69)
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('76)

Liðsstjórn:
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Birna Kristjánsdóttir
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson
Úlfar Hinriksson
Ágústa Sigurjónsdóttir

Gul spjöld:
Kristín Dís Árnadóttir ('90)

Rauð spjöld:
Selma Sól Magnúsdóttir ('43)