Keflavík
0
1
Þór/KA
0-1
Tahnai Lauren Annis
'32
04.07.2023 - 18:00
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Talsverður vindur þvert á völlinn, skýjað og hiti um 11 gráður
Dómari: Helgi Ólafsson
Maður leiksins: Dominique Jaylin Randle
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Talsverður vindur þvert á völlinn, skýjað og hiti um 11 gráður
Dómari: Helgi Ólafsson
Maður leiksins: Dominique Jaylin Randle
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
2. Madison Elise Wolfbauer
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
9. Linli Tu
11. Kristrún Ýr Holm (f)
('82)
13. Sandra Voitane
('64)
14. Alma Rós Magnúsdóttir
('71)
17. Júlía Ruth Thasaphong
24. Anita Lind Daníelsdóttir
Varamenn:
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
7. Elfa Karen Magnúsdóttir
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir
('64)
13. Kristrún Blöndal
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
19. Þórhildur Ólafsdóttir
('82)
Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Þorgerður Jóhannsdóttir
Amelía Rún Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Luka Jagacic
Gul spjöld:
Sandra Voitane ('60)
Rauð spjöld:
Skýrslan: Þór/KA sigur í þriðju tilraun
Hvað réði úrslitum?
Að einhverju leyti má skrifa það á heppni þegar boltinn féll fyrir fætur Tahnai Lauren Annis í teig Keflavíkur eftir fast leikatriði. Máltækið segir þó að fólk skapi sína eigin heppni og það á vel við í dag. Norðankonur unnu vel fyrir stigunum þremur og vörðu mark sitt með kjafti og klóm og hleyptu Keflavíkurliðinu aldrei of nálægt marki sínu.
Bestu leikmenn
1. Dominique Jaylin Randle
Linli Tu dró sig mikið út á væng í dag og mætti þar Dominique sem varðist fimlega og náði að halda Linli því sem næst alveg niðri. Sterk frammistaða þar á bæ.
2. Hulda Björg Hannesdóttir
Svolítið klassískt að velja fyrirliða líka en hún á það skilið. Stýrði liði sínu af röggsemi inn á vellinum og var sívinnandi. Alvöru fyrirliða frammistaða.
Atvikið
Í leik fárra atvika sem vert er að minnast á er auðvelt að benda á markið sem kom eftir rúmlega hálftíma leik. Vakti líka hjá mér kátínu í blaðamannaboxinu þar sem við sem þar sátum ræddum um hina stórgóðu hljómsveit Depeche Mode að heyra stórvin minn Axel vallarþul spyrja okkur hvað það væri nú. Létti manni lundina í tilþrifalitlum leik.
|
Hvað þýða úrslitin?
Þór/KA lyftir sér upp í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig og situr þar fjórum stigum á eftir Val og Breiðablik. Keflavík áfram í sjöunda sæti með ellefu stig.
Vondur dagur
Hvað skal segja? Keflavíkurkonur lögðu sig allar fram og ekki hægt að saka þær um annað. Það að skapa færi gekk þó illa og eitthvað sem þjálfarateymi liðsins þarf að leggjast yfir á næstu dögum svo þau Glenn og Guðrún Jóna hafa nóg að ræða næstu daga.
Dómarinn - 7
Frekar náðugt í dag hjá Helga sem þurfti lítið að hafa sig í frammi. Spurning hvort honum var ekki kalt í vindinum í Kef því leikurinn var afskaplega hægur á köflum.
|
Byrjunarlið:
12. Melissa Anne Lowder (m)
Una Móeiður Hlynsdóttir
('69)
3. Dominique Jaylin Randle
6. Tahnai Lauren Annis
7. Amalía Árnadóttir
('88)
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
('84)
24. Hulda Björg Hannesdóttir
Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Angela Mary Helgadóttir
17. Emelía Ósk Kruger
('88)
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir
('84)
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir
('69)
Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Steingerður Snorradóttir
Diljá Guðmundardóttir
Gul spjöld:
Rauð spjöld: