Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fram
0
1
Breiðablik
0-1 Ágúst Eðvald Hlynsson '2
Delphin Tshiembe '48
14.07.2023  -  20:15
Framvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Ljómandi fínar fyrir góðan fótboltaleik
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Ágúst Eðvald Hlynsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
6. Tryggvi Snær Geirsson ('68)
7. Guðmundur Magnússon (f) ('78)
7. Aron Jóhannsson
8. Albert Hafsteinsson ('68)
10. Fred Saraiva
14. Hlynur Atli Magnússon
17. Adam Örn Arnarson ('78)
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes ('52)

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('52)
4. Orri Sigurjónsson
9. Þórir Guðjónsson ('78)
11. Magnús Þórðarson ('68)
15. Breki Baldursson ('68)
16. Viktor Bjarki Daðason
22. Óskar Jónsson ('78)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Fred Saraiva ('42)
Tryggvi Snær Geirsson ('55)
Már Ægisson ('88)

Rauð spjöld:
Delphin Tshiembe ('48)
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Blikarnir unnu tíu Framara í hörkuleik
Hvað réði úrslitum?
Það er úr mörgu að velja en ég ætla að segja að rauða spjaldið hafa ráðið úrslitum í kvöld. Delphin var búinn að vera góður í leiknum og Fram voru ennþá inni í leiknum í stöðunni 1-0 ellefu á móti ellefu, engin spurning.
Bestu leikmenn
1. Ágúst Eðvald Hlynsson
Var magnaður í dag. Skoraði sigurmarkið og ógnaði trekk í trekk á varnarlínu Fram með hraða sínum og krafti. Hann hefði getað skorað fleiri mörk í dag en Ólafur átti mjög góðan leik í marki Framara í dag.
2. Viktor Örn Margeirsson
Stóð sig frábærlega í kvöld og á stóran þátt í því að Blikarnir héldu hreinu þegar hann vann boltann í mögnuðum spretti við Magnús Þórðar sem kom inn á af bekknum hjá Fram. Kom einnig mjög oft með magnaðar sendingar úr vörninni sem leiddi til þess að Blikarnir gátu hafið sókn. Stórkostlegur í kvöld.
Atvikið
Tvennt sem kemur til greina en ég segji rauða spjaldið. Breytir leiknum og Framarar stálheppnir að hafa ekki fengið fleiri mörk á sig í kvöld. Hitt atvikið sem kom til greina var sigurmarkið hjá Ágústi en mörk breyta leikjum.
Hvað þýða úrslitin?
Framararnir halda áfram í fallbaráttunni og sitja í 10. sæti deildarinnar. Blikarnir hafa hinsvegar núna minnkað bilið í 8 stig á þeim og Víkingum og með sigrinum halda þeir sér ennþá í þessum pakka á toppnum.
Vondur dagur
Delphin Tshiembe. Var búinn að vera einn besti maður vallarins að mínu mati þar til hann gerir þessi klaufalegu mistök og fær rauða spjaldið sem kom Fram í alvöru brekku. Klaufalegt og óheppni hjá Delphin en hann hefur átt mun betri daga.
Dómarinn - 6
Fannst línan hjá honum stórfurðuleg í dag varðandi gul spjöld. Síðan átti Fram að mínu mati að fá vítaspyrnu undir restina þegar boltinn fer í höndina á varnarmanni Breiðabliks. En rauða spjaldið var hárréttur dómur hjá Elíasi.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('86)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('82)
8. Viktor Karl Einarsson ('68)
11. Gísli Eyjólfsson ('68)
13. Anton Logi Lúðvíksson
18. Davíð Ingvarsson
20. Klæmint Olsen ('68)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
28. Oliver Stefánsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('82)
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('68)
10. Kristinn Steindórsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('68)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('68)
30. Andri Rafn Yeoman ('86)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Ágúst Eðvald Hlynsson ('36)
Klæmint Olsen ('56)

Rauð spjöld: