Góðan og gleðilegan þriðjudag. Powerade slúðurpakkinn er kominn úr prentun. Janúarglugginn er galopinn og nóg af áhugaverðum molum.
Gabriel Jesus (28), framherji Arsenal, er á óskalista brasilíska félagsins Palmeiras. Hann hefur jafnað sig eftir langtímameiðsli en verður samningslaus 2027 og gæti snúið aftur heim til Brasilíu. (Mail)
Marseille er í viðræðum við Arsenal um möguleika á að fá Ethan Nwaneri (18) lánaðan. Táningurinn hefur aðeins spilað tólf leiki á tímabilinu og enn ekki byrjað úrvalsdeildarleik. (Daily Mail)
Paris FC heldur áfram að reyna að fá Mathys Tel (20) lánaðan frá Tottenham. Tel vill færa sig um set eftir að hafa verið skilinn eftir utan Meistaradeildarhóps Spurs. (Daily Mail)
Manchester United hefur áhuga á miðjumanninum Noah Sadiki (21) hjá Sunderland og gæti boðið úrúgvæska miðjumanninum Manuel Ugare (24) í skiptidíl. (Give Me Sport)
Búist er við því að Kobbie Mainoo (20) verði áfram hjá Manchester United eftir að Michael Carrick var ráðinn bráðabirgðastjóri. Mainoo var að íhuga að fara á lán til að fá meiri spiltíma. (Fabrizio Romano)
Ipswich Town vill albanska landsliðsmanninn Anis Mehmeti (25) frá Bristol City. Vængmaðurinn verður samningslaus í sumar. (Football Insider)
Flamengo hefur áfram áhuga á miðjumanninum Lucas Paqueta (28) hjá West Ham en það hafa þó engin samskipti verið milli þessara tveggja félaga síðan í síðustu viku. (Sky Sports)
Miðjumaðurinn Quinten Timber (24) var ekki í leikmannahópi Feyenoord á sunnudaginn. Marseille hefur gert tilboð í hann og þá hafa West Ham og Aston Villa áhuga á að fá hann. (Mail)
Það ber talsvert á milli Liverpool og Ibrahima Konate (26) í viðræðum um nýjan samning. Franski landsliðsmaðurinn er á sínum fimmta tímabili á Anfield og telur sig eiga að vera einn af launahæstu varnarmönnum deildarinnar. (Teamtalk)
Liverpool gæti reynt að fá Micky van de Ven frá Tottenham til að fylla skarð Konate. Real Madrid hefur einnig áhuga á hollenska varnarmanninum. (Teamtalk)
Chelsea hefur gert munnlegt samkomulag við Jeremy Jacquet (20) en þarf að hækka tilboð sitt til Rennes. Arsenal hefur einnig sýnt Jaquet áhuga. (Metro)
Bournemouth hyggst ekki samþykkja tilboð í Marcos Senesi (28) í þessum mánuði þó Argentínumaðurinn hafi hafnað mörgum tilboðum um að framlengja samning sinn sem rennur út í sumar. Juventus og Barcelona hafa sýnt varnarmanninum áhuga. (Talksport)
Athugasemdir



