Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Leiknir R.
0
1
Fjölnir
0-1 Dagur Ingi Axelsson '24
11.07.2024  -  19:15
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Súld
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Júlíus Mar Júlíusson - Fjölnir
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Andi Hoti
7. Róbert Quental Árnason
8. Sindri Björnsson
10. Shkelzen Veseli
18. Marko Zivkovic ('71)
19. Jón Hrafn Barkarson
20. Hjalti Sigurðsson
22. Þorsteinn Emil Jónsson ('75)
44. Aron Einarsson

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
11. Gísli Alexander Ágústsson
17. Stefan Bilic ('75)
21. Egill Ingi Benediktsson
30. Egill Helgi Guðjónsson
66. Zachary Chase O´Hare
67. Omar Sowe
92. Sigurður Gunnar Jónsson ('71)

Liðsstjórn:
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þ)
Ósvald Jarl Traustason
Gísli Friðrik Hauksson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Atli Jónasson
Nemanja Pjevic

Gul spjöld:
Hjalti Sigurðsson ('48)
Marko Zivkovic ('71)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Skýrslan: Endursýning í súldinni
Hvað réði úrslitum?
Jafn og spennandi baráttuleikur í Breiðholtinu þar sem Leiknismenn eru skiljanlega hundsvekktir að fara tómhentir úr. Heimamenn voru meira með boltann en gekk illa að finna glufur gegn öflugri vörn Fjölnismanna. Grafarvogsliðið virkar sem vel smurð vél.
Bestu leikmenn
1. Júlíus Mar Júlíusson - Fjölnir
Miðverðirnir ungu eru algjör lykill að velgengni Fjölnis í sumar. Hann og Baldvin Berndsen voru hrikalega öflugir í hjarta varnarinnar. Enn og aftur.
2. Halldór Snær Georgsson - Fjölnir
Þessi afskaplega spennandi markvörður var öryggið uppmálað í leiknum og tók nokkrar mjög sterkar vörslur.
Atvikið
Þéttingsfast skot Dags Inga Axelssonar sem reyndist eina mark leiksins. Aftur sér Dagur Ingi um að klára Leiknisliðið. Fjölnir vann Leikni 1-0 í Egilshöll snemma tímabils þar sem Dagur Ingi skoraði einnig eina mark leiksins á nánast sama tíma í leiknum. Það var endursýning í súldinni.
Hvað þýða úrslitin?
Fjölnir trónir á toppnum með sjö stiga forystu og hefur aðeins fengið tólf mörk á sig. Varnarleikur liðsins hefur verið svakalega öflugur. Leiknir er tveimur stigum frá fallsæti og verkefni Breiðhyltinga núna er fyrst og fremst að halda lífi í þessari deild.
Vondur dagur
Omar Sowe helsti markaskorari Leiknis var frá vegna meiðsla og því miður fyrir heimamenn náði enginn að stíga upp í hans fjarveru. Liðið komst oft í álitlegar stöður en fóru illa að ráði sínu. Það vantaði sköpunarmátt til að geta rekið smiðshöggið.
Dómarinn - 8
Erlendur Eiríksson var með fullkomna stjórn á leiknum. Beitti hagnaðnum vel og negldi öll gul spjöld og aukaspyrnudóma. Fjölnismenn vildu fá rautt spjald á leikmann Leiknis en rétt eins og dómararnir þá sá ég ekki það atvik í teignum og get því ekki dregið tríóið niður fyrir það.
Byrjunarlið:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
5. Dagur Austmann
7. Dagur Ingi Axelsson ('89)
9. Máni Austmann Hilmarsson ('89)
10. Axel Freyr Harðarson ('46)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('77)
16. Orri Þórhallsson ('46)
22. Baldvin Þór Berndsen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
6. Sigurvin Reynisson ('77)
8. Óliver Dagur Thorlacius ('89)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
20. Bjarni Þór Hafstein ('46)
37. Árni Steinn Sigursteinsson ('89)
88. Kristófer Dagur Arnarsson ('46)

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Guðmundur Karl Guðmundsson ('42)
Halldór Snær Georgsson ('85)

Rauð spjöld: