Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Breiðablik
3
1
Tikves
0-1 Ediz Spahiu '9
Kristinn Steindórsson '44 1-1
Höskuldur Gunnlaugsson '53 2-1
Kristófer Ingi Kristinsson '85 3-1
18.07.2024  -  19:15
Kópavogsvöllur
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Peiman Simani (Finnland)
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('75)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('75)
11. Aron Bjarnason
19. Kristinn Jónsson ('82)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('82)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
55. Jón Sölvi Símonarson (m)
2. Daniel Obbekjær
3. Oliver Sigurjónsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
9. Patrik Johannesen ('75)
16. Dagur Örn Fjeldsted
20. Benjamin Stokke ('82)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('75)
24. Arnór Gauti Jónsson ('82)
25. Tumi Fannar Gunnarsson
26. Kristófer Máni Pálsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson

Gul spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('69)

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: Dramatískur endurkomusigur í Kópavogi
Hvað réði úrslitum?
Breiðablik var bara töluvert betra liðið í dag. Þeir voru algjörir klaufar að fá á sig mark snemma í fyrri hálfleik þar sem varnarlínan leit ekkert sérlega vel út. Hinsvegar voru þeir bara þolinmóðir og héldu áfram að þjarma að gestunum. Það var svo mikilvægt fyrir þá að skora mark rétt fyrir hálfleik. Þeir komu svo bara út í seinni hálfleikinn og maður sá á mönnum að þeir trúðu því að þeir væru að fara að vinna þennan leik.
Bestu leikmenn
1. Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Höskuldur með alvöru fyrirliða frammistöðu í þessum leik. Hann var virkilega flottur á miðjunni í öllu spili hjá Breiðablik, svo skorar hann jöfnunarmarkið í einvíginu sem var líka afar huggulegt.
2. Anton Ari Einarsson (Breiðablik)
Það vilja einhverjir kenna Antoni um markið sem Tikves skorar en ég er ekki alveg þar. Anton er hinsvegar fyrst og fremst hér fyrir loka 5-10 mínúturnar. Hann á frábæra vörslu þegar Tikves fær aukaspyrnu, svo var hann öruggur í sínum aðgerðum þegar þeir voru að dæla boltum inn á teiginn. Kom út og tók sína bolta.
Atvikið
Mark Kristins Steindórssonar á 44. mínútu var gríðarlega mikilvægt. Að fara inn í hálfleikinn bara einu marki undir í einvíginu hefur verið mjög mikilvægt sálrænt fyrir leikmenn Breiðabliks. Svo var markið bara frekar huggulegt, alvöru gæði í þessu slútti.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik er komið áfram í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Þeir munu mæta Drita frá Kosovo í 2. umferðinni.
Vondur dagur
Það er leiðinlegt þegar góðir leikmenn haga sér illa. Vitor Alberto Alves Ribeiro leikmaður númer 13 hjá Tikves er Brassi sem er greinilega mjög góður í fótbolta. Það mátti sjá í stoðsendingunni hans og þegar hann tók svakalegan sprett upp vinstri kantinn. Hann er hinsvegar eins og sumir myndu segja 'master of the dark arts'. Hann var að fleygja sér í grasið við minnstu snertingar og fékk yfirleitt aukaspyrnu fyrir það. Svo var hann duglegur að tefja á hinna og þennan hátt. Spilaði vel þessi leikmaður, en mér fannst hann hundleiðinlegur.
Dómarinn - 4
Mér fannst þetta finnska dómarateymi bara verulega slakt. Breiðablik átti að fá víti á 62. mínútu sem var eiginlega eini stóri dómurinn sem þeir misstu af. Hinsvegar voru þeir með algjöran flautukonsert, að dæma brot fyrir minnstu sakir sem drap allan takt í leiknum á tímabilum. Þeir náðu heldur engri stjórn á töfunum hjá Tikves mönnum, gerðu látbragð eins og þeir myndu bæta tímanum við þegar þeir voru að tefja. Hinsvegar þegar kom að uppbótartímanum var 1 mínúta í fyrri hálfleik og bara 4 í seinni. Bara heilt yfir lélegt.
Byrjunarlið:
1. Stefan Tasev (m)
3. Mihail Manevski
4. Oliver Stoimenovski
5. Daniel Mojsov
7. Ediz Spahiu ('65)
10. Martin Stojanov ('55)
13. Vitor Alberto Alves Ribeiro
21. Aleksandar Varelovski
24. Kristijan Stojkovski ('88)
77. Roberto Menezes Bandeira Neto ('65)
88. Blagoja Spirkoski ('55)

Varamenn:
12. Stojan Dimovski (m)
6. Almir Cubara ('88)
8. Danail Tasev
9. Gjorgi Gjorgjiev ('65)
11. Milovan Petrovikj
14. Stojan Petkovski
18. David Manasievski ('65)
20. Mile Todorov ('55)
22. Filip Mihailov
23. Martin Todorov
33. Leonardo Guerra De Souza ('55)

Liðsstjórn:
Gordan Zdravkov (Þ)

Gul spjöld:
Mihail Manevski ('30)
Aleksandar Varelovski ('60)

Rauð spjöld: