Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Valur
2
1
Keflavík
0-1 Anita Lind Daníelsdóttir '20
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir '28 1-1
2-1 Anita Bergrán Eyjólfsdóttir '90 , sjálfsmark
20.07.2024  -  16:15
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild kvenna
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Fanndís Friðriksdóttir
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
6. Natasha Anasi
8. Kate Cousins
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('63)
29. Jasmín Erla Ingadóttir ('63)
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
7. Elísa Viðarsdóttir
13. Nadía Atladóttir
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('63)
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
27. Helena Ósk Hálfdánardóttir
92. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('63)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir
Hjörtur Fjeldsted
Hallgrímur Heimisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Sanngjarn en ljótur sigur
Hvað réði úrslitum?
Valskonur áttu ekkert meira skilið en að vinna leikinn í dag og áttu að vinna hann miklu stærra. En eftir að hafa verið miklu betri allan seinni hálfleikinn leit allt út fyrir það að Keflvíkingar væru að fara að taka stig af Íslandsmeisturunum en allt kom fyrir ekki þar sem sigurmarkið kom á 90. mínútu en það var sjálfsmark. Það er eiginlega ekki hægt að tapa á verri og ljótari hátt en eins og ég segi að þá áttu Valskonur ekkert meira skilið.
Bestu leikmenn
1. Fanndís Friðriksdóttir
Var að matreiða sóknarmenn Vals hægri vinstri og það er með hreinum ólíkindum að hún sé ekki með fjórar stoðsendingar eftir leikinn. Þrjú dauðafæri á 7 mínútna kafla hjá Val sem fara forgörðum en hún Fanndís lagði þessi færi öll upp. Svo má ekki gleyma þessum eitruðu hornspyrnum hennar en þannig kom einmitt jöfnunarmarkið í dag.
2. Vera Varis
Það er kannski ótrúlega skrítið að segja það en þrátt fyrir að hún tapaði var hún besti leikmaður Keflavíkur í dag. Það var nákvæmlega ekkert sem hún gat gert í mörkunum en ég er ekkert eðlilega spenntur að sjá XG-ið úr þessum leik. Þá munum við sjá hversu góð hún var. Varði líka sérstaklega einu ekkert smá vel þegar það var rúmlega korter eftir af leiknum.
Atvikið
Það er ekki hægt að velja neitt annað en atvikið sem ræður úrslitunum hér í dag. Sjálfsmark á 90. mínútu frá Anitu gerir það að verkum að Keflvíkingar fara með 0 stig í staðin fyrir 1 heim í Keflavík. Ótrúlega klaufalegt sjálfsmark.
Hvað þýða úrslitin?
Valskonur halda áfram að elta Blika í þessari mögnuðu toppbaráttu en Keflvíkingar eru áfram í fallsæti.
Vondur dagur
Það bara verður að segja Anita Bergrán Eyjólfsdóttir þar sem hún skorar þetta sjálfsmark sem ræður úrslitunum. Hún var búinn að vera mjög fín í dag fyrir sjálfsmarkið. Það var engin pressa á henni og nægur tími en hún ætlar að teygja sig í boltann sem endar með því að hún potar boltanum í netið.
Dómarinn - 9
Engin vafaatriði, hafði góð tök á leiknum og flæðið var gott líka. Bara mjög góður dagur hjá Arnari og teyminu að mínu mati.
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Eva Lind Daníelsdóttir
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
9. Marín Rún Guðmundsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
15. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir ('86)
18. Hilda Rún Hafsteinsdóttir ('82)
21. Melanie Claire Rendeiro
22. Salóme Kristín Róbertsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
99. Regina Solhaug Fiabema

Varamenn:
12. Anna Arnarsdóttir (m)
3. Júlía Björk Jóhannesdóttir ('86)
7. Elfa Karen Magnúsdóttir
10. Saorla Lorraine Miller
14. Alma Rós Magnúsdóttir
17. Kara Mjöll Sveinsdóttir
19. Máney Dögg Másdóttir
20. Brynja Arnarsdóttir ('82)
26. María Rán Ágústsdóttir

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Margrét Ársælsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Kamilla Huld Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: