Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Víkingur Ó.
2
2
Fjölnir
Kenan Turudija '7 1-0
1-1 Marcus Solberg '38
Þorsteinn Már Ragnarsson '41 2-1
Emir Dokara '45
2-2 Marcus Solberg '75
21.08.2016  -  18:00
Ólafsvíkurvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Logn og spegilsléttur Breiðafjörður, völlurinn lítur afar vel út og hitastigið 14 gráður
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 410
Maður leiksins: Marcus Solberg Mathiasen
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Alexis Egea
4. Egill Jónsson
11. Martin Svensson ('80)
12. Kramar Denis
13. Emir Dokara
15. Pontus Nordenberg
17. Hrvoje Tokic ('88)
24. Kenan Turudija
25. Þorsteinn Már Ragnarsson ('90)

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
5. Björn Pálsson ('90)
6. Óttar Ásbjörnsson
6. Pape Mamadou Faye ('88)
8. William Dominguez da Silva ('80)
11. Abdel-Farid Zato-Arouna
18. Leó Örn Þrastarson
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson

Gul spjöld:
Alexis Egea ('36)
Egill Jónsson ('70)

Rauð spjöld:
Emir Dokara ('45)
@maggimark Magnús Þór Jónsson
Skýrslan: Víkingar náðu í stig einum færri í 50 mínútur
Hvað réði úrslitum?
Feykilegur baráttuvilji og samkennd Víkinga vann upp á móti gæðum Fjölnisliðsins. Sanngjarnt að liðin skiptu stigunum í hörkuleik, einum þeim besta í deildinni í sumar.
Bestu leikmenn
1. Marcus Solberg Mathiasen
Skoraði tvö mörk fyrir Fjölnismenn og þeirra líflegastur í leiknum auk þess. Grafarvogspiltar vilja fleiri svona frammistöður frá honum.
2. Aleix Egea
Klettur í vörn heimamanna, þurfti heldur betur að taka á fyrirgjöfum og mikilli pressu. Stóð fullkomlega undir því og verður lykilmaður í baráttu Víkinga fyrir áframhaldandi veru á meðal þeirra bestu.
Atvikið
Rauða spjaldið á Emir Dokara undir lok fyrri hálfleiks er klassískt dæmi sem rætt verður á kaffistofunum í Snæfellsbæ og í Grafarvoginum á morgun. Emir kemur af miklum krafti inn í návígi með fótinn alltof hátt. Lendir í Lund Pedersen og Þorvaldur ekki í vafa. Menn á alla bóga með mismunandi skoðanir - sem er klassískt í slíku tilviki.
Hvað þýða úrslitin?
Fjölnismenn eru komnir upp í 27 stig og tímabundið a.m.k. í 2.sætið. Víkingar binda endi á 5 leikja taphrinu og lyfta sér 6 stigum frá fallsæti.
Vondur dagur
Mjög erfitt að finna út vondan dag hér í dag, ætla að velja tvo í það, Gunnar Már hefði þurft að leika betur í leik sem var eilítið sniðinn fyrir hann að klára. Hjá heimamönnum var Kramar Denis býsna tæpur oft í leiknum en barðist þó eins og ljón, átti sök á fyrra marki Fjölnis.
Dómarinn - 8,0
Gríðarlega reynslumikið teymi á Ólafsvíkurvelli í kvöld. Þorvaldur ákveðinn í sínum aðgerðum og stýrði leiknum af röggsemi. Sjónvarpið mun sýna vel atvikið sem hér er lýst til hliðar en hann var mjög nálægt því og alveg ákveðinn. Stórar ákvarðanir hjá aðstoðardómara númer eitt í dag og þar virtist sama á ferðum. Komu þó upp atvik í leiknum sem eilítið ósamræmi var hvenær var flautað og hvenær ekki.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Ólafur Páll Snorrason
Gunnar Már Guðmundsson ('63)
2. Mario Tadejevic
5. Tobias Salquist
7. Viðar Ari Jónsson
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson ('86)
10. Martin Lund Pedersen ('63)
18. Marcus Solberg
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
6. Atli Már Þorbergsson
10. Ægir Jarl Jónasson ('86)
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('63)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('63)
33. Ísak Atli Kristjánsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Steinar Örn Gunnarsson
Gunnar Hauksson
Einar Hermannsson
Eva Linda Annette Persson
Kári Arnórsson
Hildur Lilja Ágústsdóttir

Gul spjöld:
Hans Viktor Guðmundsson ('19)

Rauð spjöld: