Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 06. maí 2024 07:50
Elvar Geir Magnússon
Jesus gæti farið frá Arsenal - Stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern?
Powerade
Gabriel Jesus.
Gabriel Jesus.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Jesus, Partey, Ten Hag, Tuchel, Wilson, Sancho, Greenwood, Phillips. Hér er mánudagsslúðrið en BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Arsenal er tilbúið að hlusta á tilboð í brasilíska framherjann Gabriel Jesus (27) í sumar. (Football Insider)

Ganverski miðjumaðurinn Thomas Partey (30) og Jesus eru sagðir vera á ratsjá nokkurra félaga í Sádi-Arabíu sem eru tilbúin að greiða tvíeykinu rausnarlega. (Express)

Thomas Tuchel, fráfarandi stjóri Bayern München, er líklegastur til að verða næsti stjóri Manchester United þar sem úrvalsdeildarfélagið ætlar að skipta Erik ten Hag út. (Football Insider)

Ten Hag er aftur á móti á lista Bayern yfir menn sem gætu tekið við af Tuchel í sumar. (Florian Plettenberg)

Framtíð Callum Wilson (32) sóknarmanns Newcastle er enn í óvissu en Englendingurinn er sterklega orðaður við brottför frá St James' Park. (Mirror)

Borussia Dortmund vill halda enska kantmanninum Jadon Sancho (24) sem er á láni frá Manchester United. Verðmiði United er hinsvegar ólíklega viðráðanlegur fyrir þýska félagið. (Sky Sport Þýskalandi)

Manchester United vonast til að fá inn 100 milljónir punda með því að selja Sancho og enska framherjann Mason Greenwood (22) í sumar. (GiveMeSport)

United fundaði með Sancho í mars, á lánstíma hans hjá Dortmund. (Manchester Evening News)

Serhou Guirassy (28), framherji Gíneu og Stuttgart, hefur verið skotmark Arsenal þar sem Mikel Arteta vill styrkja sóknarmöguleika sína. (Fichajes)

Vonir enska miðjumannsins Kalvin Phillips um að ganga til liðs við Leeds United í sumar eru háðar því að hans fyrrum félag fari aftur upp í úrvalsdeildina. (Football Insider)

Aston Villa er nálægt því að fá Mario Hermoso (28) varnarmann Atletico Madrid (AS)

AC Milan íhugar að reyna við kanadíska framherjann Jonathan David (24) frá Lille í sumar. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner