Kópavogsvöllur
laugardagur 27. ágúst 2016  kl. 17:00
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 863
Breiðablik 2 - 1 Stjarnan
1-0 Arnþór Ari Atlason ('10)
1-1 Halldór Orri Björnsson ('11)
2-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('90)
Myndir: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Byrjunarlið:
0. Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason ('30)
8. Arnþór Ari Atlason
10. Árni Vilhjálmsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
22. Ellert Hreinsson ('67)
23. Daniel Bamberg ('82)
26. Alfons Sampsted
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('67)
17. Jonathan Glenn
18. Willum Þór Willumsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('30)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('82)

Liðstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Jón Magnússon
Pétur Ómar Ágústsson
Hildur Kristín Sveinsdóttir

Gul spjöld:
Ellert Hreinsson ('37)

Rauð spjöld:
@ Jóhann Ingi Hafþórsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Leikurinn var yfir höfuð frekar jafn og var lítið um afgerandi færi og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Stjarnan var þó sterkari aðilinn þegar lítið var eftir en kæruleysi í vörn Stjörnunnar urðu til þess að Blikar náðu að nýta fast leikatriði og tryggja sér sigurinn í lokin.
Bestu leikmenn
1. Damir Muminovic
Vann óhemju marga skallabolta í þessum leik og var virkilega sterkur. Eitt allra besta sumar sem Damir hefur átt í efstu deild.
2. Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur skoraði sigurmarkið alveg í lokin. Þetta er búið að vera erfitt sumar hjá Höskuldi og var sigurmark í blálokin í svona leik, vægast sagt kærkomið hjá honum.
Atvikið
Sigurmark Blika. Eyjóflur Héðinsson brýtur af sér á miðjum vellinum undir lokin og nokkrum augnablikum síðar var Oliver Sigurjónsson búinn að lyfta boltanum á kollinn á Höskuldi Gunnlaugssyni sem skoraði með mjög góðum skalla.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik er nú fjórum stigum á eftir toppliði FH og eru liðið í 2. sæti. Tapi FH á móti Víkini Ó. á morgun getur Breiðablik minnkað þetta niður í eitt stig er liðin mætast í næstu umferð og Breiðablik því ekki úr leik í titilbaráttunni. Stjarnan hefur hins vegar sagt sitt síðasta í ár ef litið er til Íslandsmeistaratitilsins.
Vondur dagur
Hólmbert Aron Friðjónsson er búinn að eiga erfitt sumar en hann svaraði gagnrýnisröddum með að skora tvö mörk í síðasta leik. Í dag gengu hlutirnir hins vegar ekki fyrir hann og fékk hann úr litlu að moða. Guðjón Baldvinsson var ekki með í dag og hafði það klárlega áhrif á sóknarleik Stjörnunnar.
Dómarinn - 8
Þorvaldur Árnason heldur áfram að vera einn allra besti dómari deildarinnar þetta árið. Mjög öruggur í þessum leik.
Byrjunarlið:
1. Duwayne Kerr (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Jóhann Laxdal
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson ('75)
11. Arnar Már Björgvinsson ('63)
14. Hörður Árnason
19. Hólmbert Aron Friðjónsson
20. Eyjólfur Héðinsson

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
5. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Þorri Geir Rúnarsson ('63)
15. Páll Hróar Helgason
29. Alex Þór Hauksson
77. Kristófer Konráðsson

Liðstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:
Hólmbert Aron Friðjónsson ('65)
Eyjólfur Héðinsson ('88)

Rauð spjöld: