
Slúðrið heldur áfram að rúlla og spennandi hreyfingar eru á leikmannamarkaðnum. BBC hefur tekið saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.
Manchester United er að skoða möguleikann á að fá enska framherjann Ollie Watkins (29) frá Aston Villa til að styrkja sóknarlínu sína, ef Rasmus Höjlund (22) yfirgefur félagið í sumar. (Athletic)
Aston Villa mun ekki kaupa Marcus Rashford (27) sem mun taka undirbúningstímabilið með Manchester United eins og staðan er. (MIrror)
Bayern München hefur bætt Luis Díaz (28) á óskalista sinn og skoðar möguleika á að fá kólumbíska kantmanninn. (Sky Þýskalandi)
Arsenal hefur átt í viðræðum við fulltrúa Crystal Palace varðandi Eberechi Eze (27) sem hefur riftunarákvæði upp á 67,5 milljónir punda í samningi sínum. (Guardian)
Fulham er að kanna möguleikann á að fá Tolu Arokodare (24), framherja Genk og landsliðsmann Nígeríu, sem einnig er eftirsóttur af Manchester United og AC Milan. (Sun)
Tottenham vill fá Mohammed Kudus (24), framherja West Ham, og telur sig geta samið um kaupverð langt undir 85 milljóna punda riftunarákvæðinu. (Telegraph)
West Ham væri tilbúið að taka við tilboði upp á um 60 milljónir punda í Kudus, sem hefur einnig vakið áhuga Chelsea, Newcastle og Manchester United. (Guardian)
Brasilíski framherjinn Richarlison (28) hefur fengið grænt ljós á að yfirgefa Tottenham og er líklegur til að ganga til liðs við Galatasaray í Tyrklandi. (Sun)
Chelsea stefnir á að fá um 35 milljónir punda fyrir sölu á franska framherjanum Christopher Nkunku (27) í sumar. (Metro)
Crystal Palace hefur áhuga á tveimur leikmönnum Middlesbrough, þar er um að ræða enska miðjumanninn Hayden Hackney (23) og hollenska varnarmanninn Rav van den Berg (20). (Sun)
Manchester United á erfitt með að selja Tyrell Malacia (25) en PSV Eindhoven hefur hafnað því að kaupa varnarmanninn eftir að hann var á láni hjá félaginu. (Mirror)
Aston Villa er við það að selja ungu leikmennina Louie Barry og Kaine Kesler-Hayden (báðir 22) til Hull og Coventry í Championship-deildinni. (Athletic)
Athugasemdir