Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
Breiðablik
1
3
Stjarnan
0-1 Brynjar Gauti Guðjónsson '57
0-2 Guðjón Baldvinsson '62
Aron Bjarnason '72 1-2
1-3 Hilmar Árni Halldórsson '90
14.05.2017  -  20:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Það er smá úði og örlítill vindur.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1392
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Arnþór Ari Atlason
9. Hrvoje Tokic ('71)
10. Martin Lund Pedersen
11. Gísli Eyjólfsson ('81)
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('71)
26. Michee Efete
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
11. Aron Bjarnason ('71)
13. Sólon Breki Leifsson ('71)
16. Ernir Bjarnason ('81)
18. Willum Þór Willumsson
20. Kolbeinn Þórðarson
22. Sindri Þór Ingimarsson

Liðsstjórn:
Sigurður Víðisson (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Úlfar Hinriksson
Páll Einarsson

Gul spjöld:
Michee Efete ('61)

Rauð spjöld:
@brynjarerluson Brynjar Ingi Erluson
Skýrslan: Stjörnumenn nýttu sér krísuna í Kópavogi
Hvað réði úrslitum?
Sóknarleikurinn réði úrslitum. Það er voðalega einfalt. Sóknarleikurinn hjá Blikum hefur verið slakur í byrjun sumars en liðið mætti besta sóknarliðið landsins í dag og nýttu gestirnir sér það. Mörkin eru að dreifast á alla sóknarmenn Stjörnunnar og allir taka þátt. Blikaliðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum en geta þó séð eitthvað jákvætt úr þessu. Michee Efete leit vel út í vörninni, smá mistækur en á mjög líklega eftir að reynast þeim mikilvægur þegar hann og Damir stilla betur saman strengi sína. Það er lítið hægt að setja út á leik Stjörnumanna, sem líta frábærlega út, alveg frá aftasta manni fram að fremsta manni.
Bestu leikmenn
1. Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Guðjón var magnaður. Hann var hlaupandi allan tímann og berjast við Efete. Fékk nokkur tækifæri til að skora og tókst það á endanum. Hefur litið vel út í byrjun móts.
2. Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
Öflugur varnarlega og náði svo að setja eitt mark með skalla. Vörn Stjörnunnar var almennt fín og lítið út á hana að setja.
Atvikið
Vítaspyrnudómurinn. Guðjón Baldvins skaut fyrir utan teig í Michee Efete og Þorvaldur dæmdi vítaspyrnu. Mörgum þótti dómurinn umdeildur.
Hvað þýða úrslitin?
Stjörnumenn eru í góðum málum á toppnum með sjö stig. Liðið gerði jafntefli gegn nýliðunum í Grindavík í furðulegum leik í fyrstu umferð en liðið labbaði yfir ÍBV og átti hörkuleik í kvöld. Þetta er klárlega lið sem verður í toppbaráttu í sumar ef allir haldast heilir, tala nú ekki um þegar Ólafur Karl Finsen er klár í slaginn. Blikarnir eru enn án stiga, sóknarleikurinn er enn vandamál, Hrvoje Tokic er ekki kominn á blað og það er enn verið að reyna að stilla öftustu fjóra. Viktor Örn hefur leikið í miðverði og hægri bakverði. Gísli í miðverði og á miðju, Damir og Efete þurfa að aðlagast hvorum öðrum. Davíð Kristján reyndist enn og aftur hættulegur sóknarlega fyrir Blika með fyrirgjöfum sínum en það er enginn til þess að koma boltanum í netið. Varamennirnir áttu ágætis innkomu. Því held ég að Blikar fari að taka við sér ef sóknarleikurinn lagast. Gunnleifur var þá auðvitað magnaður, varði víti og mörg skot hvað eftir annað. Hann er kominn í sinn gamla gír ef við strokum þessi mörk út sem hann fékk á sig í dag. Varla hægt að kenna honum um þessi mörk.
Vondur dagur
Hrvoje Tokic er enn og aftur í sviðsljósinu í þessum glugga sem kallast Vondur dagur. Hann er ekki kominn á blað, skapar sér lítið og þetta er eflaust farið að hafa áhrif á hann andlega. Viktor Örn þurfti að leysa af í hægri bakverði í dag en Stjörnumenn voru mikið að keyra á vinstri vænginn. Viktor hefur átt betri daga í boltanum.
Dómarinn - 6
Þorvaldur var ágætur á flautunni. Það var nóg að gera hjá honum, óhætt að segja það. Náði flestum vafaatriðum rétt en missti þó af sumum atvikum þar sem spjöld áttu að fara á loft.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
19. Hólmbert Aron Friðjónsson ('70)
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson ('70)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
14. Hörður Árnason
18. Sölvi Snær
27. Máni Austmann Hilmarsson
77. Kristófer Konráðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:
Guðjón Baldvinsson ('60)

Rauð spjöld: