
Liverpool er áberandi í slúðurpakka dagsins. Brentford hefur hafnað öðru tilboði frá Forest í Wissa og leikur í ítölsku A-deildinni gæti verið spilaður í Ástralíu. Þetta og fleira í slúðri dagsins.
Bayern München hefur lagt fram 52 milljóna evra (44,7 milljóna punda) tilboð í Luis Díaz (28), kantmann Liverpool og Kólumbíu. (Bild)
Öðru tilboði frá Nottingham Forest í Yoane Wissa (28) hefur verið hafnað af Brentford. Tilboðið er enn lægra en þær 25 milljónir punda sem félagið bauð í sóknarmanninn í janúar. (The Athletic)
Liverpool er tilbúið að hefja viðræður um kaup á Hugo Ekitike (23), framherja Eintracht Frankfurt. Félagið gæti þurft að samþykkja sölu á Darwin Nunez (26) til að liðka fyrir kaupunum. (Givemesport)
Liverpool er hrifið af Ekitike en verðmiðinn og staða sænska framherjans Alexander Isak (25) hjá Newcastle gætu haft áhrif. (TBR)
Real Madrid er opið fyrir því að láta brasilíska vængmanninn Rodrygo (24) en mun láta leikmanninn taka lokaákvörðun. Hann vill spila áfram í Evrópu. (Fabrizio Romano)
Eftir tap Real Madrid gegn PSG á HM félagsliða vill stjórinn Xabi Alonso selja Rodrygo, ásamt spænska miðjumanninn Dani Ceballos (28) og marokkóska miðjumanninn Brahim Díaz (25). (Fichajes)
Real hyggst kaupa Cristian Romero (27), varnarmann Tottenham Hotspur, sem er einnig á óskalista Atletico Madrid. (Fichajes)
Arsenal býst við að sóknarmiðjumaðurinn Ethan Nwaneri (18)n muni skrifa undir nýjan samning þrátt fyrir áhuga Chelsea og félaga í Þýskalandi. (Guardian)
Napoli hefur stöðvað samningaviðræður við Galatasaray um Victor Osimhen (26). Nígeríski framherjinn var á láni hjá tyrkneska félaginu síðasta tímabil. (Gianlucadimarzio)
Sunderland er í viðræðum við enska vængmanninn Romaine Mundle (22) um að skrifa undir nýjan samning en PSV Eindhoven hefur áhuga á honum. (Sky Sports)
Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce, vill fá belgíska framherjann Leandro Trossard (30). Arsenal er opið fyrir því að selja hann. (Fotospor)
Real Betis er enn bjartsýnt á að fá brasilíska vængmanninn Antony (25) til frambúðar frá Manchester United. Brassinn þyrfti að taka á sig verulega launalækkun til að fara til spænska félagsins. (Sport)
Enski framherjinn Jamie Vardy (38) er skotmark Valencia. (Givemesport)
Viðræður eru um að leikur AC Milan og Como í ítölsku A-deildinni verði spilaður í Ástralíu. Hann yrði þá fyrsti leikurinn í einu af stórum deildum Evrópu til að vera leikinn utan heimalandsins. (Guardian)
Arsenal hefur ekki talað við Sporting um Viktor Gyökeres (27) í þrjá daga. (A Bola)
Athugasemdir