Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
KA
5
1
Fylkir
Ásgeir Sigurgeirsson '19 1-0
1-0 Albert Brynjar Ingason '32 , misnotað víti
Callum Williams '43 2-0
Ásgeir Eyþórsson '61
Ásgeir Sigurgeirsson '65 3-0
Aleksandar Trninic '77 4-0
Ásgeir Sigurgeirsson '82 5-0
5-1 Valdimar Þór Ingimundarson '83
22.07.2018  -  17:00
Akureyrarvöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 601
Maður leiksins: Ásgeir Sigurgeirsson
Byrjunarlið:
Aleksandar Trninic
Cristian Martínez
2. Bjarni Mark Antonsson
3. Callum Williams
5. Guðmann Þórisson (f) ('80)
7. Daníel Hafsteinsson ('75)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
12. Milan Joksimovic
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('68)

Varamenn:
18. Aron Elí Gíslason (m)
7. Hjörvar Sigurgeirsson
17. Ýmir Már Geirsson ('68)
25. Archie Nkumu ('80)
99. Vladimir Tufegdzic ('75)

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Srdjan Rajkovic
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Guðmann Þórisson ('29)
Hrannar Björn Steingrímsson ('34)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Ester Ósk Árnadóttir
Skýrslan: 6 mörk, misnotað víti og rautt spjald á Greifavellinum
Hvað réði úrslitum?
Skipulag KA manna og skipulagsleysi Fylkis manna skilaði þessum úrslitum í dag. KA spilaði þennan leik mjög vel og Fylkir átti fá svör við sóknarleik KA.
Bestu leikmenn
1. Ásgeir Sigurgeirsson
Ásgeir var gjörsamlega magnaður í þessum leik. Hann hefur verið að spila frábærlega fyrir KA og hélt uppteknum hætti í dag. Hann skorar þrennu fyrir liðið sitt, vinnur varnarvinnuna og er duglegur í pressunni.
2. Steinþór Freyr Þorsteinsson
Það koma nokkrir til greina hér en Steinþór var mjög góður í dag. Skapaðist nánast alltaf hætta þegar hann var með boltann, erfitt að ná boltanum af honum og ennþá erfiðara að stoppa hann þegar hann komst á ferðina. Hann átti frábæra stoðsendingu á Ásgeir í þriðja markinu.
Atvikið
Cristian ver mikilvægt víti í stöðunni 1-0 sem gaf KA meira sjálfstraust. Leikurinn hefði mögulega spilast öðruvísi hefði Fylkir skorað á þessum tímapunkti í leiknum.
Hvað þýða úrslitin?
KA er komið með þrjá sigra í röð og 18 stig í pokann. Þeir lyfta sér upp í 6. sætið með þessum sigri og blanda sér í þá baráttu. Fylkir heldur áfram að fá á sig alltof mörg mörk, kominn með 13 mörk á sig í þremur leikjum. Þetta var 5. tapleikur þeirra í röð og þeir sitja áfram í 11. sætinu. Eitthvað þarf að lagast ef þeir ætla ekki að spila í Inkasso að ári.
Vondur dagur
Fylkisliðið átti slæman dag í heild sinni. Þetta var hins vegar alls ekki dagurinn hans Ásgeir Eyþórssonar. Hann fer í slæma tæklingu á nafna sínum í fyrri hálfleik, óþarfa tækling og fær sitt fyrsta gula spjald þá. Hann tók svo nokkrar svona skrítnar ákvarðanir og fór í óþarfa tæklingar að mínu viti. Hann gat samt mögulega lítið gert í seinna gula spjaldinu sem hann fær þar sem Steinþór var kominn á ferðina.
Dómarinn - 7
Jóhann Ingi átti góðan leik í dag. Þetta var hrikalega erfiður leikur að dæma, það var hiti í mönnum en mér fannst hann gera þetta vel. Það hefði auðveldlega verið hægt að missa þennan leik í vitleysu.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson ('68)
Daði Ólafsson
Ragnar Bragi Sveinsson ('45)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
18. Jonathan Glenn ('45)
23. Ari Leifsson
28. Helgi Valur Daníelsson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
4. Andri Þór Jónsson
9. Hákon Ingi Jónsson ('45)
10. Andrés Már Jóhannesson ('68)
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('45)
17. Birkir Eyþórsson
24. Elís Rafn Björnsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson

Gul spjöld:
Ásgeir Eyþórsson ('29)

Rauð spjöld:
Ásgeir Eyþórsson ('61)