Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 05. maí 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tekur Ten Hag við af Tuchel? - Nunez til Barcelona
Powerade
Það er talið líklegt að Ten Hag verði ekki stjóri United á næsta tímabili.
Það er talið líklegt að Ten Hag verði ekki stjóri United á næsta tímabili.
Mynd: EPA
Lopetegui er orðaður við Bayern og West Ham.
Lopetegui er orðaður við Bayern og West Ham.
Mynd: EPA
Darwin Nunez til Barcelona?
Darwin Nunez til Barcelona?
Mynd: EPA
Slúðurpakkinn er í boði Powerade og er það BBC sem tekur saman. Ten Hag, Osimhen, Nunez, Antony, Olise, Raya og Potter eru í pakkanum.

Í gær var Thomas Tuchel orðaður við Manchester United en í dag er Erik ten Hag orðaður við Bayern Munchen.Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er einn af þeim sem koma til greina til að taka við af Thomas Tuchel hjá Bayern Munchen. (Christian Falk)

Bayern hefur rætt við Julen Lopetegui sem einnig er orðaður við starfið hjá West Ham. (Sky Sport í Þýskalandi)

Chelsea hefur sent fyrirspurn á Napoli varðandi möguleg kaup á Vicor Osimhen (25). Romelu Lukaku (30) gæti orðið hluti af tilboði frá Chelsea í framherjann. (Gianluca DiMarzio)

Darwin Nunez (24) hjá Liverpool er skotmark Barcelona sem vill fá inn nýjan framherja í stað Robert Lewancdowski (35). (Sun)

Manchester United bíður eftir tilboðum í Antony (24) því félagið vill búa til pláss fyrir Michael Olise (22) vængmann Crystal Palace. (Rudy Galetti)

Arsenal er með munnlegt samkomulag við Brentford um að ganga frá kaupunum á David Raya (28) í sumar. Markvörðurinn kostar 27 milljónir punda. (Fabrizio Romano)

Liverpool vonast til að Pep Lijnders, aðstoðarþjálfarinn sem er líklega á förum ásamt Jurgen Klopp í sumar, muni snúa aftur á Anfield í framtíðinni. (Mirror)

Man Utd ætlar að reyna nota Harry Maguire (31) sem beitu þegar kemur að því að reyna lokka Jarrad Branthwaite (21) til félagsins frá Everton. (Star)

Abel Ferreira, stjóri Palmeiras, vill að forseti félagsins komi í veg fyrir að vængmaðurinn Estevao Willian (17) fari til Chelsea. Enska félagið hefur boðið 47 milljónir punda í leikmanninn. (Goal)

Graham Potter er einn af þeim sem orðaðir eru við Ajax eftir að félagið gaf upp vonina á því að Erik ten Hag myndi snúa aftur. (De Telegraaf)

Potter er einnig á óskalista Feyenoord sem er í stjóraleit eftir að Arne Slot náði samkonulagi við Liverpool. (Times)

Getafe hefur hafið samtalið við Manchester United um möguleikann á því að fá Mason Greenwood (22) aftur á láni frá enska félaginu. (The Athletic)

Jarell Quansah (21) er líklega að fá nýjan langtímasamning eftir að hafa sýnt öflugar frammistöður með Liverpool í vetur. (Mirror)

Inter Milan ætlar að berjast við Manchester United og Arsenal um Joshua Zirkzee (22) framherja Bologna. (90 min)
Athugasemdir
banner
banner