Würth völlurinn
mánudagur 24. júní 2019  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Þórður Már Gylfason
Maður leiksins: Ída Marín Hermannsdóttir
Fylkir 1 - 1 Selfoss
0-1 Hólmfríður Magnúsdóttir ('22)
1-1 Ída Marín Hermannsdóttir ('45, víti)
Myndir: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
3. Kyra Taylor
5. Ída Marín Hermannsdóttir
6. Hulda Sigurðardóttir
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('56)
9. Marija Radojicic ('78)
15. Stefanía Ragnarsdóttir
16. Kristín Þóra Birgisdóttir ('45)
18. Margrét Eva Sigurðardóttir
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
4. María Björg Fjölnisdóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('56)
10. Bryndís Arna Níelsdóttir
20. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('78)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
24. Lilja Vigdís Davíðsdóttir

Liðstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Viktor Steingrímsson
Tinna Björk Birgisdóttir
Sigurður Þór Reynisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Það er afskaplega súrt fyrir Selfyssinga að markið sem réði úrslitum hafi komið eftir rangan vítaspyrnudóm. Bæði lið hefðu þó átt að gera miklu betur á síðasta þriðjungi vallarins, taka betri ákvarðanir og nýta sénsana sína. Þegar allt kemur til alls er jafntefli ekki ósanngjörn niðurstaða.
Bestu leikmenn
1. Ída Marín Hermannsdóttir
Hún var sprækust Fylkisstúlkna og náði oftar en ekki að skapa usla þegar hún var nálægt boltanum.
2. Hólmfríður Magnúsdóttir
Reynsluboltinn spilar sig í betra form í hverri umferð og hún kláraði 90 mínútur með glæsibrag í dag. Var hættulegust í liði gestanna og skoraði fallegt mark.
Atvikið
Fylkir fær vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Ída Marín hafði komist inn á teig en virtist týna boltanum áður en hún og Kelsey, markvörður Selfoss, hlupu saman. Þórður dómari mat atvikið öðruvísi og benti á punktinn. Ída Marín skoraði örugglega úr vítinu og staðan því jöfn þegar gengið var til hálfleiks. Blaut tuska framan í gestina sem eru að lenda í því í annað sinn á stuttum tíma að fá á sig ódýra vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik. Þó þjóðin sé búin að vera að blóta VAR á HM undanfarnar vikur hefði verið fínt fyrir tríóið að geta nýtt sér myndbandsupptökur í dag. Það hefði breytt ýmsu um framgang mála.
Hvað þýða úrslitin?
Liðin eru í 6. og 7. sæti deildarinnar, með 7 stig eftir 7 umferðir. Í miðjum pakkanum á eftir toppliðunum tveimur.
Vondur dagur
Leikurinn var þess eðlis að það er erfitt að taka einhverja leikmenn fyrir hérna. Mér fannst þær Marija Radojicic og Thelma Lóa Hermannsdóttir þó eiga mikið inni og ekki ná að láta ljós sitt skína almennilega í sóknarleik Fylkis.
Dómarinn - 5
Heilt yfir var frammistaða dómaranna góð. Það er þó ekki hægt að líta framhjá vítaspyrnudóminum sem var kolrangur og dregur einkunnina eðlilega verulega niður.
Byrjunarlið:
1. Kelsey Wys
4. Grace Rapp
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
7. Anna María Friðgeirsdóttir (f)
10. Barbára Sól Gísladóttir ('81)
14. Karitas Tómasdóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir ('81)
21. Þóra Jónsdóttir
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir
29. Cassie Lee Boren

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
8. Ásta Sól Stefánsdóttir
9. Halla Helgadóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('81)
18. Magdalena Anna Reimus ('81)
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir

Liðstjórn:
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Brynja Valgeirsdóttir
Stefán Magni Árnason
Óttar Guðlaugsson
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: