Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. júlí 2025 10:58
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle horfir til Ítalíu - Arteta gefur Arsenal tvær vikur til að landa framherja
Powerade
Fer Giorgio Scalvini til Newcastle?
Fer Giorgio Scalvini til Newcastle?
Mynd: EPA
Mikel Arteta vill fá framherja sem allra fyrst
Mikel Arteta vill fá framherja sem allra fyrst
Mynd: EPA
Newcastle er í leit að miðverði, Mikel Arteta hefur gefið Arsenal tvær vikur til að landa framherja og þá mun Barcelona reyna aftur við Luis Díaz, leikmann Liverpool. Þetta og margt fleira í Powerade-slúðurpakka dagsins.

Newcastle United hefur sett Giorgio Scalvini (21), miðvörð Atalanta efstan á óskalistann í sumar en Ítalinn er verðmetinn á 30 milljónir punda. (Times)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gefið félaginu tæpar tvær vikur til þess að ná samkomulagi við Sporting um sænska framherjann Viktor Gyökeres (27). Benjamin Sesko (22) hjá RB Leipzig og Ollie Watkins (29) hjá Aston Villa eru varakostir. (Mirror)

Barcelona mun reyna aftur við Luis Díaz (28), leikmann Liverpool og kólumbíska landsliðsins eftir að Nico Williams ákvað að framlengja við Athletic Bilbao. (Fabrizio Romano)

Marcus Rashford (27), leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er varakostur hjá Barcelona ef félaginu tekst ekki að fá Díaz. (Mundo Deportivo)

Wojciech Szczesny (35), markvörður Barcelona, mun skrifa undir tveggja ára samning við félagið á næstu dögum. (ESPN)

Idrissa Gueye (35), miðjumaður Everton, hefur samþykkt nýjan eins árs samning með möguleika á ári til viðbótar. (Footmercato)

Tottenham er meðal félaga sem hafa sýn Koni de Winter (23), varnarmanni Genoa, áhuga en belgíski leikmaðurinn er metinn á 21,5 milljón punda af ítalska félaginu. (Talksport)

Napoli er að íhuga að fara í baráttu við Manchester United og Al-Qadsiah um Moise Kean (25), framherja Fiorentina. Hann er með 45 milljóna punda klásúlu í samningi sínum sem er virk til 15. júlí. (Calciomercato)

Burnley og Crystal Palace eru meðal félaga í ensku úrvalsdeildinni sem hafa áhuga á Jens Cajuste (25), miðjumanni Napoli og sænska landlsiðsins. Hann eyddi síðasta tímabili á láni hjá Ipswich. (Sky Sports)

Crystal Palace hefur einnig lagt fram tilboð í Borna Sosa (27), vinstri bakvörð Ajax og króatíska landsliðsins. Hann er einn af mörgum kostum sem Palace er að skoða. (Athletic)

Inter Miami er áfram í viðræðum við Lionel Messi (38) um nýjan samning, en núgildandi samningur rennur út í lok árs. (ESPN)
Athugasemdir