Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
Breiðablik
4
2
Fylkir
0-1 Valdimar Þór Ingimundarson '12
Thomas Mikkelsen '33 , víti 1-1
Thomas Mikkelsen '59 , víti 2-1
2-2 Valdimar Þór Ingimundarson '60
Höskuldur Gunnlaugsson '104 3-2
Höskuldur Gunnlaugsson '106 4-2
27.06.2019  -  19:15
Kópavogsvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: 14 stiga hiti, næstum logn og lítilsháttar rigning. Hið fullkomna fótboltaveður á rennisléttum gervigrasvellinum.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 789
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson
Byrjunarlið:
0. Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('69)
9. Thomas Mikkelsen
18. Arnar Sveinn Geirsson ('78)
19. Aron Bjarnason ('106)
25. Davíð Ingvarsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('69)

Varamenn:
50. Sindri Snær Vilhjálmsson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('106)
17. Þórir Guðjónsson
20. Kolbeinn Þórðarson ('69)
21. Viktor Örn Margeirsson ('78)
30. Andri Rafn Yeoman ('69)

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Davíð Ingvarsson ('49)
Elfar Freyr Helgason ('56)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
Skýrslan: Afdrifarík dómaramistök i Kópavogi
Hvað réði úrslitum?
Tvö mörk Breiðabliks í framlengingu töldu að lokum, Höskuldur Gunnlaugsson með tvær magnaðar afgreiðslur sem kláruðu þennan leik. Það er það sem gæðaleikmenn gera, nýta sér þau tækifæri sem gefast, hver sem aðdragandinn er.
Bestu leikmenn
1. Höskuldur Gunnlaugsson
Afskaplega líflegur allan þennan leik, fékk fyrsta vítið fyrir Blika og svo voru tvær afgreiðslur í hæsta gæðaflokki í framlengingunni. Frábær frammistaða.
2. Valdimar Þór Ingimundarson
Frábær afgreiðsla í fyrsta marki Fylkis og síndi svo markanefið þegar hann "stal" markinu hans Castillion á fullkomlega eðlilegan hátt. Aggressívur allan leikinn.
Atvikið
Þriðja markið í þessum leik verður að fá athygli. Löng sending kom frá vallarhelmingi Breiðabliks inn í teig Fylkis. Ansi margir Blikar eru innan við vörn Fylkis, þ.á.m. Höskuldur sem hleypur að Ara og utan í hann. Snertingin ekki mikil en virkaði þó leikbrot úr blaðamannastúkunni. Ari skallar boltann hátt upp í loftið og þaðan fer boltinn á Höskuld sem klínir hann í markið. Mark sem átti ekki að standa út frá mínu sjónarhorni.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar fara í undanúrslit ásamt KR, FH og Víkingi og eru áfram í þremur keppnum. Fylkismenn eru úr leik í bikarnum og geta einbeitt sér að deildinni.
Vondur dagur
Flottur fótboltaleikur tveggja góðra liða en þegar upp er staðið þá má benda á það að Fylkisvörnin gerði sig seka um mistök í þremur mörkum. Bæði vítin gefa þeir í stöðum sem að ekki virtist vera mikil hætta í og svo er fjórða markið vond varnarmennska ofan á það að Aron markmaður hikar á lykilstundu.
Dómarinn - 4,0
Einar gerði margt rétt, t.d. alveg klárt að vítin tvö áttu að standa. Auk atviksins sem að hér er tilgreint þá varð mikið hafarí þegar Kolbeinn lét falla orð í garð AD1 sem ekki eiga að heyrast á fótboltavelli og ætti að leiða af sér a.m.k. áminningu. Línan í leiknum hjá tríóinu hefði mátt vera betri, ósamræmi á köflum í hvenær menn flautuðu og hvenær ekki. Held að þeir í alsvörtu búningunum ætli sér betri frammistöðu í næstu verkefnum.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
0. Daði Ólafsson ('77)
2. Ásgeir Eyþórsson
6. Sam Hewson
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
13. Arnór Gauti Ragnarsson ('69)
16. Ólafur Ingi Skúlason ('108)
20. Geoffrey Castillion ('87)
21. Kolbeinn Birgir Finnsson
23. Ari Leifsson

Varamenn:
31. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
4. Andri Þór Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson ('77)
8. Ragnar Bragi Sveinsson ('69)
9. Hákon Ingi Jónsson ('87)
22. Leonard Sigurðsson ('108)
28. Helgi Valur Daníelsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Kolbeinn Birgir Finnsson ('76)
Ragnar Bragi Sveinsson ('115)

Rauð spjöld: